Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 23. apríl 2016 12:32
Ívan Guðjón Baldursson
Sakho féll á lyfjaprófi
Mynd: Getty Images
Mamadou Sakho, franskur miðvörður Liverpool, hefur verið settur í agabann af félaginu eftir að í ljós kom að hann féll á lyfjaprófi.

Samkvæmt fregnum frá Englandi innbyrti Sakho ólöglegt lyf sem hann vissi ekki af og stendur félagið með honum í baráttunni við að hreinsa nafn sitt.

Þessar fregnir koma á slæmum tíma fyrir Sakho sem hefur verið að gera mjög góða hluti undanfarið með Liverpool og búist er við að hann verði í landsliðshóp Frakka á EM.

Ekki er búið að gefa út yfirlýsingu eða neina staðfestingu á málinu, en Sakho og samstarfsmenn hans hjá Liverpool trúa því að þetta mál verði ekki alvarlegt.
Athugasemdir
banner
banner
banner