Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 23. apríl 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Félag Ásdísar Karenar nálægt gjaldþroti - Gripið til nauðsynlegra aðgerða
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Lilleström sendi nýverið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að félagið væri í erfiðri fjárhagsstöðu og væri að grípa til nauðsynlegra aðgerða vegna þess.

Fram kemur í yfirlýsingunni að á meðal þeirra aðgerða sem félagið ætlar að grípa til sé að segja upp starfsmönnum, að leikmenn fái ekki fríar máltíðir og fái þá færri tíma í LSK-fótboltahöllinni.

„Þessar aðgerðir verða krefjandi fyrir alla í kringum félagið, en eru taldar nauðsynlegar til að vernda félagið til skemmri tíma, og tryggja áframhaldandi tilveru fótbolta stúlkna á Romerike," segir í yfirlýsingunni.

Ásdís Karen Halldórsdóttir er á sínu fyrsta tímabili með Lilleström en hún gekk í raðir félagsins frá Val í vetur. Hún ræddi aðeins við Vísi í dag og sagði þá:

„Ég fékk allavega mat í dag. Ég veit ekki hvort það verður hætt með mat fyrir okkur en þeir sögðu okkur að það yrði kannski gert á mánudögum og þriðjudögum. Aðra daga sjá styrktaraðilar um matinn fyrir okkur."

„Það var bara venjuleg æfing í dag. Auðvitað var svolítið skrýtið að hafa fullt af fréttamönnum og svona, en annars var þessi dagur ekkert öðruvísi en aðrir. Það er búið að fullvissa okkur um að allt sé gert til þess að þessi staða hafi engin áhrif á okkur. Vonandi fá þeir bara styrki eins og verið er að leita eftir."

Ásdís Karen, sem er 24 ára gömul, hefur farið vel af stað með Lilleström í norsku úrvalsdeildinni en liðið er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner