Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 26. mars 2017 13:07
Hafliði Breiðfjörð
Dublin, Írlandi
Heimir verður viðstaddur fyrsta leik Lagerback með Noreg
Icelandair
Heimir er á leiðinni til Belfast og ætlar að sjá fyrsta leik Lars Lagerback með Noreg. Hér er hann á hliðarlínunni í Albaníu á föstudaginn.
Heimir er á leiðinni til Belfast og ætlar að sjá fyrsta leik Lars Lagerback með Noreg. Hér er hann á hliðarlínunni í Albaníu á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands mun verða viðstaddur fyrsta leik Lars Lagerback með norska landsliðið gegn Norður Írum í kvöld.

Heimir kom með íslenska landsliðinu til Dublin í gær en þar mætir liðið Írum í vináttulandsleik á þriðjudaginn. Íslenski hópurinn borðaði saman í hádeginu í dag en eftir það áttu þeir frjálsan dag.

Heimir ákvað að nýta það tækifæri og er nú á leið til Belfast þar sem hann mun sjá leik Norður Írlands og Noregs á Windsor Park í kvöld. Með í för voru Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari og þeir Þorgrímur Þráinsson og Gunnar Gylfason starfsmenn landsliðsins.

Lars tók við íslenska landsliðinu í október 2011 með Heimi sér til aðstoðar. Frá og með árinu 2014 voru þeir síðan saman þjálfarar Íslands. Undir stjórn Lars komst Ísland í umspil um sæti á HM og undir stjórn hans og Heimis fór liðið í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi.

Lars hætti svo eftir Evrópumótið í Frakklandi í fyrrasumar en tók óvænt við Noregi 1. febrúar síðastliðinn. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur norska liðsins eftir að Lars tók við.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner