Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 30. september
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 27. apríl
Championship
Blackburn - Coventry - 14:00
Bristol City - Rotherham - 14:00
Cardiff City - Middlesbrough - 14:00
Huddersfield - Birmingham - 14:00
Hull City - Ipswich Town - 19:00
Millwall - Plymouth - 14:00
Norwich - Swansea - 14:00
Sheff Wed - West Brom - 14:00
Southampton - Stoke City - 14:00
Watford - Sunderland - 14:00
Úrvalsdeildin
Man Utd - Burnley - 14:00
Newcastle - Sheffield Utd - 14:00
Wolves - Luton - 14:00
Aston Villa - Chelsea - 19:00
Everton - Brentford - 16:30
Fulham - Crystal Palace - 14:00
West Ham - Liverpool - 11:30
Bundesligan
Bayern - Eintracht Frankfurt - 13:30
RB Leipzig - Dortmund - 13:30
Freiburg - Wolfsburg - 13:30
Leverkusen - Stuttgart - 16:30
Augsburg - Werder - 13:30
CHAMPIONS LEAGUE: Playoffs - Women
Chelsea W - Barcelona W - 16:30
Serie A
Juventus - Milan - 16:00
Lazio - Verona - 18:45
Lecce - Monza - 13:00
Eliteserien
Rosenborg - Bodo-Glimt - 16:00
Toppserien - Women
Stabek W - SK Brann W - 12:00
Kolbotn W - Arna-Bjornar W - 12:00
Lillestrom W - Asane W - 12:00
Rosenborg W - Roa W - 12:00
Valerenga W - Lyn W - 14:45
La Liga
Almeria - Getafe - 14:15
Alaves - Celta - 16:30
Atletico Madrid - Athletic - 19:00
Las Palmas - Girona - 12:00
Damallsvenskan - Women
Brommapojkarna W 0 - 0 Vittsjo W
Rosengard W - AIK W - 13:00
Kristianstads W - Hammarby W - 13:00
Vaxjo W - Linkoping W - 13:00
Hacken W - Pitea W - 13:00
Norrkoping W - Trelleborg W - 13:00
Djurgarden W - KIF Orebro W - 13:00
Elitettan - Women
Eskilstuna United W 1 - 0 Gamla Upsala W
Umea W 0 - 0 Orebro SK W
Mallbacken W - Alingsas W - 15:00
Uppsala W - Kalmar W - 14:00
banner
þri 26.mar 2024 16:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Hér áttu heima, hér áttu að vera, þetta er þinn staður

Miðjumaðurinn Emil Ásmundsson fór ungur að árum til Brighton á Englandi og fór í unglingaakademíuna þar. Lífið í akademíufótbolta á Englandi er ekki alltaf dans á rósum og getur umhverfið verið grimmt. Emil meiddist illa þegar hann færðist nær aðalliði Brighton og þegar það styttist í annan endann á ömurlegum meiðslum var honum tjáð að hann ætti ekki framtíð hjá félaginu. Hann sneri aftur heim til Íslands og hefur spilað hér heima síðan þá, bæði með uppeldisfélaginu Fylki og með KR. Honum líður hvergi betur en í Árbænum og er hann búinn að smíða gott líf á Íslandi.

Í viðtali eftir markið ótrúlega.
Í viðtali eftir markið ótrúlega.
Mynd/Fylkir
Emil í leik með U17 landsliðinu.
Emil í leik með U17 landsliðinu.
Mynd/Guðný Ágústsdóttir
Í leik með Fylki sumarið 2012. Seinna það ár fór Emil til Brighton.
Í leik með Fylki sumarið 2012. Seinna það ár fór Emil til Brighton.
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd/EPA
Leon Goretzka, miðjumaður Bayern München.
Leon Goretzka, miðjumaður Bayern München.
Mynd/Getty Images
Brighton er í dag öflugt lið í ensku úrvalsdeildinni.
Brighton er í dag öflugt lið í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd/EPA
Hyypia fann sig ekki alveg sem stjóri Brighton.
Hyypia fann sig ekki alveg sem stjóri Brighton.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Maður eignast kannski tvo eða þrjá góða vini en svo er þetta líka grimmt. Hver einasti dagur er eiginlega bara keppni upp á líf og dauða. Maður vill ná sem lengst og ég held að menn séu tilbúnir að gera ýmsa hluti til að komast þangað'
'Maður eignast kannski tvo eða þrjá góða vini en svo er þetta líka grimmt. Hver einasti dagur er eiginlega bara keppni upp á líf og dauða. Maður vill ná sem lengst og ég held að menn séu tilbúnir að gera ýmsa hluti til að komast þangað'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er grjótharður Liverpool maður og það var alveg geggjað að vera með Hyypia sem þjálfara. Maður var búinn að horfa á marga leiki sem hann spilaði í stóru hlutverki. Maður þurfti svo að taka Liverpool gleraugun af sér til að hlusta á hann sem þjálfara og fara eftir leiðbeiningum. Það var alveg erfitt á tímabili'
'Ég er grjótharður Liverpool maður og það var alveg geggjað að vera með Hyypia sem þjálfara. Maður var búinn að horfa á marga leiki sem hann spilaði í stóru hlutverki. Maður þurfti svo að taka Liverpool gleraugun af sér til að hlusta á hann sem þjálfara og fara eftir leiðbeiningum. Það var alveg erfitt á tímabili'
Mynd/Fram
'Brighton sýndi mér mikinn áhuga. Þeir voru nýkomnir með glænýjan völl þarna og voru á leiðinni að fá glænýtt æfingasvæði líka. Ég var rosalega spenntur fyrir þessu en maður sá þarna hvert þeir voru að stefna'
'Brighton sýndi mér mikinn áhuga. Þeir voru nýkomnir með glænýjan völl þarna og voru á leiðinni að fá glænýtt æfingasvæði líka. Ég var rosalega spenntur fyrir þessu en maður sá þarna hvert þeir voru að stefna'
Mynd/EPA
'Ég meiðist þarna illa í ágúst og er frá í eitt og hálft ár. Þegar maður meiðist og er frá í svona langan tíma þá er nokkurn veginn búið að gefa mann upp á bátinn'
'Ég meiðist þarna illa í ágúst og er frá í eitt og hálft ár. Þegar maður meiðist og er frá í svona langan tíma þá er nokkurn veginn búið að gefa mann upp á bátinn'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Jú, það var það. Ég lýg því ekki að maður hafi verið rosalega sáttur með það. Þetta var í raun eina skrefið sem maður gat tekið'
'Jú, það var það. Ég lýg því ekki að maður hafi verið rosalega sáttur með það. Þetta var í raun eina skrefið sem maður gat tekið'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Fylki sumarið 2018.
Í leik með Fylki sumarið 2018.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
'Það er einstakt andrúmsloft í Árbænum og það er hvergi betra að vera finnst mér'
'Það er einstakt andrúmsloft í Árbænum og það er hvergi betra að vera finnst mér'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Würth-vellinum í Árbæ.
Frá Würth-vellinum í Árbæ.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr stúkunni í Árbænum.
Úr stúkunni í Árbænum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fór í KR eftir tímabilið 2019.
Fór í KR eftir tímabilið 2019.
Mynd/KR
En spilaði lítið vegna meiðsla.
En spilaði lítið vegna meiðsla.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markavélin Guðrún Karítas Sigurðardóttir.
Markavélin Guðrún Karítas Sigurðardóttir.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sigurður Jónsson.
Sigurður Jónsson.
Mynd/Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Skemmtileg mynd frá síðasta tímabili.
Skemmtileg mynd frá síðasta tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar og Ásgeir Börkur.
Albert Brynjar og Ásgeir Börkur.
Mynd/Fylkir
Fylkir fagnar marki á síðasta tímabili.
Fylkir fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Núna er maður í öðruvísi hlutverki'
'Núna er maður í öðruvísi hlutverki'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Akademían í Árbænum heldur áfram að skila þessum uppöldum strákum til okkar. Ég held að þeir eigi margir eftir að spila stórt hlutverk og við eigum eftir að sjá nýjar Fylkishetjur í sumar'
'Akademían í Árbænum heldur áfram að skila þessum uppöldum strákum til okkar. Ég held að þeir eigi margir eftir að spila stórt hlutverk og við eigum eftir að sjá nýjar Fylkishetjur í sumar'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 11. sæti: Fylkir
Hin hliðin - Theodór Ingi Óskarsson

„Þetta kemur á fullkomnum tíma þegar maður er búinn að vera að ná sér eftir einhverjar þrjár hnéaðgerðir og ég er að spila þarna fyrsta leikinn minn aftur eftir tveggja eða þriggja ára fjarveru. Þá náði maður seinni hlutanum á láni hjá Fylki þegar við komumst upp. Þetta var geggjað sumar og við spiluðum ótrúlega vel. Þetta mark kórónaði sumarið fyrir mig persónulega. Mér leið mjög vel með það og fannst þetta vera einhvern veginn 'hérna áttu heima, hérna áttu að vera, þetta er þinn staður' augnablik. Þetta var alveg geggjað," segir Emil Ásmundsson í spjalli við fréttamann Fótbolta.net.

Hann er þarna að lýsa markinu ótrúlega sem hann skoraði með Fylki sumarið 2022. Það er í raun bara betra að leyfa myndunum að tala:



Þetta var mark sem hafði mikla þýðingu fyrir Emil, mark sem kom eftir erfiðan tíma á hans ferli, og mark sem hjálpaði uppeldisfélaginu að komast aftur í Bestu deildina. Og bara eitthvað fallegasta mark sem hefur verið skorað í íslenskum fótbolta.

Var fluttur út einum og hálfum mánuði seinna
Emil var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður Íslands. Hann var hluti af U17 landsliði Íslands sem fór á lokamót EM og spilaði þar við stjörnuprýdd lið Frakklands og Þýskalands. Strákarnir náðu jafntefli gegn Frakklandi á mótinu eftir að hafa lent 2-0 undir. Anthony Martial, sóknarmaður Manchester United, var á meðal markaskorara Frakka í leiknum.

„Martial var þarna og var helvíti erfiður að eiga við. Thomas Lemar var í franska liðinu og svo Mike Maignan í markinu. Og Clement Lenglet í vörninni. Þetta var rosalegt lið. Við spiluðum svo við Þýskaland í leiknum á eftir og þar voru Niklas Sule, Leon Goretzka og Julian Brandt. Ég spilaði þarna á miðjunni gegn Goretzka og það er í dag líklega enn besti leikmaður sem ég hef spilað við þó hann hafi verið bara 17 ára þarna. Við töpuðum 1-0 í þeim leik en við áttum ekki breik í þá. Það sýnir kannski bara hvað íslenski hugurinn getur tekið mann langt," segir Emil en það var einmitt í kringum þennan góða árangur með U17 landsliðinu að Brighton fer að sýna honum áhuga.



„Þetta gerist í kringum U17 tímann. Við náum drullugóðum árangri 1995 árangurinn og komumst á lokamótið. Það vekur ákveðinn áhuga. Ég fór á reynslu til Brighton í nóvember 2012 og átti í raun upphaflega bara að vera í viku. Eftir fyrstu vikuna var mér boðið að vera í viku í viðbót. Í lok hennar var mér tjáð að ég hefði komið nokkuð á óvart. Þeir voru ekki að búast endilega við miklu því þeir voru að fá senda tugi leikmanna yfir árið. Þeir höfðu áhuga og ætluðu að vera í frekara sambandi. Ég hélt að það væri kannski staðlað svar til að halda manni góðum og til að hvetja mann áfram, en svo var þetta fljótt að gerast þegar ég var kominn heim. Ég var fluttur út einum og hálfum mánuði seinna."

Draumur sem maður vildi elta
Það er ekki auðvelt að flytja svona ungur að heiman og hvað þá í annað land. Emil fór einn til Englands að elta drauminn.

„Maður þurfti að fórna ýmsu því þetta var draumur sem maður vildi elta"

„Ég er nýorðinn 18 ára þegar þetta gerist. Mér fannst ég sjálfur á þessum tíma 100 prósent klár í að fara einn. Ég byrjaði á að búa hjá fjölskyldu þarna úti í einhverja sex mánuði fyrst og fæ svo eigin íbúð. Eftir á að hyggja hefði maður verið til í að hafa einhvern með sér úr fjölskyldunni minni því þetta er stórt stökk fyrir mann; bæði að flytja að heiman og svo að vera í einhverju öðru landi. Maður leit líka á björtu hliðarnar - það var hægt að hringja og tala við sína nánustu í gegnum myndbandssímtöl. Þetta var ekkert algjört fangelsi. Maður fékk líka að heyra það að þegar mamma og pabbi fóru í sveit í gamla daga, að þá var bara skrifað bréf."

„Þetta var auðvitað erfitt en maður þurfti að fórna ýmsu því þetta var draumur sem maður vildi elta," segir Emil.

Hefði alveg þurft annað tímabil
Brighton er í dag öflugt úrvalsdeildarfélag á Englandi en á þeim tíma sem Emil fer út, þá er félagið miðslungslið í Championship-deildinni.

„Brighton sýndi mér mikinn áhuga. Þeir voru nýkomnir með glænýjan völl þarna og voru á leiðinni að fá glænýtt æfingasvæði líka. Ég var rosalega spenntur fyrir þessu en maður sá þarna hvert þeir voru að stefna. Maður bjóst kannski ekki alveg við því að þeir myndu komast á þann stað sem þeir eru í dag svona fljótt. Þetta var miðlungslið í Championship á þessum tíma og það er ekki sjálfgefið að komast í topp sjö eða topp átta í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ég var til í að kýla á þetta og án þess að skoða eitthvað mikið annað sem var í boði."

Emil var á þessum tíma byrjaður að spila með meistaraflokki Fylkis og hafði spilað nokkra leiki í efstu deild um sumarið áður en hann fer til Englands.

„Mér fannst það eiginlega alltaf vera rökrétta skrefið að fara út því það var alltaf markmiðið að verða atvinnumaður og gera þetta að atvinnu. Ég held ég spili einhverja sjö eða átta leiki í seinni hlutanum 2012 og mér fannst það ganga vel. Í hausnum á manni þá er maður fullur sjálfstrausts og hugsar að maður sé tilbúinn í þetta, rúlli þessu upp og svo bara næsta skref. Maður hefði alveg þurft annað tímabil til að þroskast aðeins meira og fá meiri smjörþef af fullorðinsbolta. Þarna var ég bara að hugsa um að nota þetta sem stökkpall og ætla mér stærri hluti. Maður var stórhuga."

Akademíulífið
Lífið í akademíunni á Englandi er alls ekki auðvelt og samkeppnin er mikil.

„Ég var alveg svo sem undirbúinn fyrir það," segir Emil um samkeppnina. „Maður bjóst við hörðum heimi sem þetta er auðvitað. Maður eignast kannski tvo eða þrjá góða vini en svo er þetta líka grimmt. Hver einasti dagur er eiginlega bara keppni upp á líf og dauða. Maður vill ná sem lengst og ég held að menn séu tilbúnir að gera ýmsa hluti til að komast þangað. Menn hugsa um sína eigin hagsmuni í þessum unglingaliðum."

„Ég kom samt ekkert sem algjör utanaðkomandi, eignaðist enga vini og það var ekkert drullað yfir mann á hverjum degi. Það er ekki alveg raunin en vinnulega séð er þetta alveg grimmt. Ég bjó með írskum strák sem ég held enn sambandi í dag og svo eru tveir breskir úr liðinu sem ég held ágætu sambandi við. Restin af liðinu, maður heldur ekki miklu sambandi við þá."

Liverpool goðsögn tekur við
Sami Hyypia, sem er goðsögn hjá Liverpool, tók við Brighton árið 2014 og þegar hann tekur við færist Emil nær aðalliðinu. Það var skemmtilegt fyrir Emil sem mikinn Liverpool stuðningsmann en Hyypia, sem er frá Finnlandi, var meðal annars hluti af liði Liverpool sem vann Meistaradeildina eftirminnilega árið 2005.

„Við vorum nokkrir úr mínum aldursflokki sem voru teknir upp og fengu að æfa með aðalliðinu undirbúningstímabilið 2014 þegar Sami Hyypia var tekinn við sem þjálfari," segir Emil.

„Við spiluðum leiki á undirbúningstímabilinu og fórum í æfingaferðina. Hyypia kom með nýtt viðmót og var með spes pælingar. Hópurinn var ekki alveg að smella á því og hann náði frekar lélegum árangri. Hann var látinn fara eftir fimm eða sex mánuði í starfi."

„Ég er grjótharður Liverpool maður og það var alveg geggjað að vera með Hyypia sem þjálfara. Maður var búinn að horfa á marga leiki sem hann spilaði í stóru hlutverki. Maður þurfti svo að taka Liverpool gleraugun af sér til að hlusta á hann sem þjálfara og fara eftir leiðbeiningum. Það var alveg erfitt á tímabili," segir Emil og hlær. „Það gekk ekki alveg nógu vel hjá honum með okkur. Hann gerði fína hluti með Leverkusen þarna áður en hann var með taktískar pælingar sem leikmannahópurinn var ekki alveg að kaupa. Kjarninn af leikmönnunum voru enskir hafsentar og miðjumenn í bland við spænska og suður-ameríska sóknarmenn. Þeir voru ekki tilbúnir í það sem hann var að vinna með. Við vorum með Gus Poyet áður og svo kom Oscar Garcia sem er Spánverji. Þeir vildu léttleikandi sóknarbolta en þarna kom aðeins öðruvísi upplegg og maður fann að hann náði hópnum ekki almennilega á sitt band. Svo tók Chris Hughton við þessu og hann stýrir þessu í rétta átt, og hann kemur þeim upp í ensku úrvalsdeildina að lokum."

Eftir á að hyggja hefði Emil verið til í að eiga í meiri samskiptum við finnska varnarjaxlinn.

„Fljótlega eftir að ég meiðist, sem er í lok undirbúningstímabilsins, þá talaði Hyypia aðeins við mig og segir mér að koma sterkari til baka. Ég er í miðju verkefni að takast á við mín meiðsli þegar hann er rekinn rétt fyrir jól. Hann kom einu sinni aftur á æfingasvæðið og þá náði maður aðeins að spjalla við hann. Það var ekkert meira en það. Núna væri ég til í að eiga betra samband við hann því hann er Liverpool goðsögn, en þarna var maður meira einbeittur á ferilinn og þetta væri hluti af öllu, að maður myndi hitta svona menn."

Meiðslin erfiðu
Emil meiðist fyrir tímabilið 2014 en mögulega hefði hann verið hluti af aðalliðshópnum það tímabilið. Hann endaði á að vera frá í um eitt og hálft ár.

„Maður var bara sendur heim á núll einni"

„Ég meiðist þarna illa í ágúst og er frá í eitt og hálft ár. Þegar maður meiðist og er frá í svona langan tíma þá er nokkurn veginn búið að gefa mann upp á bátinn," segir Emil.

„Þetta voru orðin þrálát meiðsli. Þetta áttu að vera fimm mánuðir en svo kemur í ljós að ég þyrfti að fara í aðgerð og græja eitthvað annað. Þá lengdist þetta og þá var óljóst hvenær ég ætti að koma til baka. Þá átti ég ár eftir af samningi. Ég fékk framlengingu fyrst því þeir vildu standa við bakið á mér og maður hafði verið að standa sig ágætlega áður. Svo var þolinmæðin bara runnin út. Þá voru tveir aðrir þjálfarar búnir að taka við og ég held að þeir hafi fundið að það væri ekki þess virði að taka sénsinn á einhverjum sem væri búinn að vera frá í eitt og hálft ár, orðinn tvítugur og ekki búinn að ná að spila neitt með aðalliðinu. Það er kannski partur af því hvað þetta er grimmur heimur. Maður var bara sendur heim á núll einni."

Emil fer heim í Fylki en það var svekkjandi fyrir ungan og stórhuga leikmann að koma heim.

„Jú, það var það. Ég lýg því ekki að maður hafi verið rosalega sáttur með það. Þetta var í raun eina skrefið sem maður gat tekið. Ég kem heim á þeim tímapunkti að ég má bara æfa eitthvað ákveðið mikið og ég er í raun bara á annarri löppinni. Mér stóð til boða að prófa að fara eitthvert. Fleetwood, Northampton og einhver lið í D-deild á Englandi sem voru tilbúin að fá mig á reynslu en ég var ekki til í að fara þangað og segja við þá að ég gæti bara æft tvisvar í viku. Mér hefði þá bara verið sagt að fokka mér og fara heim. Maður vildi ná sér 100 prósent og komast aftur út. Svo er þetta þannig heimur að ég kem heim og spila tímabilið 2016 með Fylki. Við stöndum okkur alls, alls ekki vel. Þá eru tækifærin ekki að koma til þín. Þetta er svona 'what have you done for me lately?' Maður náði ekki að sýna sínar réttu hliðar."

„Fótboltaheimurinn er harður hvar sem hann er."

Hvergi betra að vera
Emil spilar 16 leiki með Fylki í Bestu deildinni sumarið 2016 og var planið að reyna að komast aftur út, en það tókst ekki. Fylkir féll og sumarið eftir spilaði Emil með liðinu í næst efstu deild.

„Það er einstakt andrúmsloft í Árbænum"

„Planið var að komast aftur á fætur og spyrna sér frá botninum. Það gerðist ekki en samt sem áður - þótt við höfum fallið - þá er Fylkir alltaf Fylkir. Það er ógeðslega gott að vera þarna, það ríkir mjög góð stemning í liðinu og þetta er mjög samheldið félag. Það er rosalega mikil hverfisstemning þarna og mikið af uppöldum leikmönnum. Ég held að hver og einn einasti sem fer í gegnum liðið hafi sömu sögu að segja. Það er einstakt andrúmsloft í Árbænum og það er hvergi betra að vera finnst mér," segir Emil en hann fór í KR fyrir tímabilið 2020. Þar lenti hann aftur í erfiðum meiðslum.

Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að heima sé best, eins og skáldið orti.

„Þó svo að maður hafi ekki náð sínum persónulegum markmiðum í fótboltanum þá gat maður bara endurmetið þau og gert ný. Hvernig get ég nýtt mér þennan fótboltaferil? Svo færi ég mig um set í KR í þrjú ár og það er svolítið sama saga þar. Ég spila eiginlega ekki neitt vegna meiðsla. Maður finnur það núna að það er auðvitað gott að líta í kringum sig og stækka sjóndeildarhringinn stundum, en heima er eiginlega best. Ég myndi ekki vilja vera á neinum öðrum stað núna. Mér finnst umhverfið geggjað hjá Fylki, við erum með geggjaða aðstöðu sem er alltaf verið að reyna að bæta og það er alltaf verið að bæta umgjörðina. Það er ekkert annað hægt að segja en góða hluti um Fylki."

Hvað ef?
En hugsar Emil, hvað ef? Hvað ef hann hefði ekki meiðst svona illa hjá Brighton?

„Það dúkkar alveg upp. Hvað ef? En maður verður að passa sig að vera ekki of stórhuga eða líta ekki of stórt á sig. Maður var náttúrulega ekki búinn að áorka neinu þarna. Það er hundruðir ef ekki þúsundir leikmanna sem hafa verið í þessum sporum sem hafa ekki lent í neinum meiðslum og svo er eitthvað annað sem stoppar þá," segir miðjumaðurinn öflugi.

„Þetta voru aðallega breskir leikmenn þarna en núna er komið tengslanet út um allan heim. Það eru ungstirni frá Argentínu og Paragvæ þarna. (Kaoru) Mitoma kemur frá Japan. Það er aldrei að vita nema maður hefði færst aftar í goggunarröðina hvað það varðar. Maður reynir ekki að hugsa of mikið hvað ef og hvað ekki. Bara frekar að þetta gerðist af ástæðu og núna er maður að spila hér, og ég á gott líf hérna."

Lífið er mjög gott
Þó fyrstu markmiðin hafi ekki náðst í fótboltanum, þá er Emil hamingjusamur með það líf sem hann á núna.

„Hann hlýtur að geta kennt honum hluti sem ég get ekki kennt honum"

„Lífið er mjög gott. Ég á tveggja og hálfs árs strák sem er gjörsamlega snýttur út úr nösinni á mér; hann er orkumikill og maður sér að hann hefur ágætis boltaáhuga," segir Emil. „Maður getur vonandi miðlað þessari reynslu ef hann vill fara að spreyta sig í þessu. Svo á hann helvíti góða mömmu (Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur) sem er fótboltadrottning. Ég tala nú ekki um afa hans, Sigga Jóns, sem getur nú líka heldur betur leiðbeint honum eitthvað. Hann hlýtur að geta kennt honum hluti sem ég get ekki kennt honum," segir Emil og hlær en meðfram fótboltanum en hann menntaður íþróttafræðingur og er í því starfi því tengdu.

„Ég er að vinna á endurhæfingarstöðinni á Hrafnistu, Laugarási, og er íþrótta- og heilsufræðingur þar, og styrktarþjálfari. Svo er ég líka aðeins að sprikla aðeins með því að sjá um styrktarþjálfunina hjá Hvíta riddaranum fyrir þann sænska, Ásgeir Frank. Maður er aðeins að vinna í kringum íþróttir og hreyfingu. Svo er pælingin hvort maður geti eftir ferilinn haldið því áfram og verið í kringum fótbolta. Það er stór hluti af lífinu. Maður leggur helvíti mikið á sig til að vera í þessu á Íslandi því þetta er svo ógeðslega gaman. Maður er að æfa í einhverju skítaveðri allan veturinn og hlaupa eins og vitleysingur. Svo kemur sumarið núna og maður finnur hvað þetta er ótrúlega gaman," segir Emil sem sér fyrir sér að vera áfram í fótboltanum eftir að leikmannaferlinum lýkur.

Frá vöggu til grafar
Emil er núna orðinn 29 ára gamall og með reynslumeiri leikmönnum í liði Fylkis. Hann er núna í öðruvísi hlutverki en áður og fær að miðla reynslu sinni til þeirra fjölmörgu efnilegu leikmanna sem eru í Árbænum.

„Alltaf er maður einhvern veginn í kringum fótbolta"

„Núna er maður í öðruvísi hlutverki. Frekar en að vera ungur og stórhuga leikmaður er maður orðinn eldri og reynir að miðla aðeins þessari reynslu sem maður hefur og styrkja þá þessa ungu stráka sem eru að koma upp, reyna að búa til góðan æfingakúltur og góða menningu í kringum félagið. Ég var að tala við Sigurvin Ólafs þegar við vorum að keppa við Þróttarana í síðasta mánuði. Hann var með mér í KR á þessum tíma þegar ég var að meiðast og hann sagði við mig: 'Þetta er það fallega við þessa íþrótt'. Það er rosalega fallegt að finna ný og ný hlutverk þegar maður eldist. Það eru margir sem fara úr því að vera leikmaður í að vera þjálfari. Maður lifir þetta frá vöggu til grafar. Alltaf er maður einhvern veginn í kringum fótbolta," segir Emil.

Hann er með góðar fyrirmyndir fyrir þetta mikilvæga hlutverk.

„Það voru þarna Kristján Valdimarsson í hafsentinum og Bjarni Þórður í markinu. Þeir voru með eldri leikmönnum þarna. Svo ertu með Ásgeir Börk og Finnur Ólafs sem eru að spila á miðjunni, og Árni Freyr Guðna líka. Það var geggjað að geta lært af þeim, margir mismunandi karakter. Maður leit alltaf á Ásgeir Börk sem Fylkishetjuna. Ég man að Albert Brynjar var farinn þarna þegar ég var að koma inn. Hann er svipaður og ég, kemur alltaf aftur og veit hvað er gott að vera þarna. Bjarni Þórður, Kristján Valdimars og Ásgeir Börkur stóðu upp úr fyrir mig. Þeir drifu þetta áfram og voru allir fyrirliðatýpur en hver á sinn persónulega hátt."

Emil er spenntur fyrir komandi tímabili en það styttist í að sólin fari að skína í Árbænm.

„Ég er bara mjög sáttur við það hvernig veturinn er búinn að vera þegar við lítum á frammistöðuna. Mér finnst við vera á frábærum stað og ef ekki betri stað en í fyrra. Liðið er vel samstillt og við erum klárir í að gera gott mót í sumar. Ég hef gríðarlega góða tilfinningu fyrir þessu. Ég sá það núna í æfingaferðina að við höfum aldrei verið með jafnmarga nýliða í nýliðavígslunni. Akademían í Árbænum heldur áfram að skila þessum uppöldum strákum til okkar. Ég held að þeir eigi margir eftir að spila stórt hlutverk og við eigum eftir að sjá nýjar Fylkishetjur í sumar sem eru ungir og efnilegir leikmenn," sagði Emil að lokum en það er ekki sérlega langt síðan hann var einn af þessum ungu og efnilegu leikmönnum. Núna reynir hann að hjálpa þeim að stíga sín fyrstu skref í þessari fallegu íþrótt, og stundum grimmu, íþrótt.
Athugasemdir
banner