Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 01. maí 2022 17:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HK fær brasilískan miðvörð (Staðfest)
Lengjudeildin
Nýr leikmaður HK.
Nýr leikmaður HK.
Mynd: HK
HK hefur bætt við sig brasilískum miðverði fyrir komandi átök í sumar.

Miðvörðurinn heitir Bruno Soares og hefur komið víða við á sínum ferli.

HK leikur í Lengjudeildinni í sumar eftir að hafa fallið úr efstu deild á síðustu leiktíð.

Tilkynning HK
HK hefur samið við brasilíska miðvörðinn Bruno Soares.

Bruno er 33 ára gamall og hefur komið við víða á ferlinum. Hann spilaði fyrir Fortuna Dusseldorf í Þýskalandi auk þess sem hann hefur spilað í Austurríki, Noregi, Ísrael og Malasíu.

HK fagnar komu Bruno sem styrkir hópinn fyrir komandi átök í sumar.

Stjórnin vill einnig þakka umboðsmanni hans og umboðskrifstofu hans YiTB fyrir samstarfið.

Við bjóðum Bruno Soares hjartanlega velkominn í HK fjölskylduna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner