Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. maí 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool í viðræðum um nýjan treyjusamning - Yrði sá stærsti í sögunni
Standard Chartered hefur verið framan á treyjum Liverpool síðustu tíu árin
Standard Chartered hefur verið framan á treyjum Liverpool síðustu tíu árin
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er í viðræðum við breska bankann Standard Chartered um áframhaldandi samstarf en bankinn er stærsti styrktaraðili félagsins en þetta kemur fram í Daily Mail.

Samstarf Liverpool og Standard Chartered hófst árið 2010 en bankinn hefur gengið í gegnum súrt og sætt með félaginu.

Bankinn hefur verið framan á treyjum Liverpool síðustu tólf árin en núverandi samningur gildir út næsta tímabil.

Samkvæmt Daily Mail þá er Liverpool i viðræðum um að framlengja samninginn við Standard Chartered næstu árin. Liverpool vill fá 80 milljónir punda á ári frá bankanum eða tvöfalt það sem hann greiðir nú þegar.

Ef bankinn samþykkir þá verður þetta stærsti treyjusamningur í sögunni og stærry en sá sem Barcelona gerði við Spotify fyrr á þessu ári.

Liverpool er einnig í viðræðum við önnur fyrirtæki og hefur þá helst komið upp að auglýsa rafmynt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner