Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. júní 2021 17:26
Elvar Geir Magnússon
Ancelotti kynntur sem stjóri Real Madrid (Staðfest)
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti hefur yfirgefið Everton og er tekinn við sem stjóri Real Madrid. Þetta er í annað sinn sem Ancelotti stýrir spænska stórliðinu.

Þessi 61 árs Ítalíu stýrði Real Madrid 2013-2015 en síðustu 18 mánuði hefur hann haldið um stjórnartaumana hjá Everton.

Hann tekur við Madrídarliðinu af Zinedine Zidane en liðið fór í gegnum nýliðið tímabil án þess a ðvinna titil.

„Ég ber fulla virðingu fyrir öllum sem tengjast Everton og vona að félagið geti nýtt þau tækifæri sem eru til staðar. Ég hef notið þess að vera hjá Everton en hef fengið óvænt tækifæri sem ég tel rétta skrefið fyrir mig og fjölskyldu mína á þessum tímapunkti," segir Ancelotti.

Ítalinn hefur unnið fimmtán stóra titla á ferli sínum og er aðeins einn af þremur sem hefur unnið þrjá Evróputitla.

Ancelotti hefur gert þriggja ára samning við Real Madrid.


Athugasemdir
banner
banner
banner