Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. júní 2021 18:46
Brynjar Ingi Erluson
Diego farinn frá Real Oviedo (Staðfest)
Diego Jóhannesson kveður Oviedo
Diego Jóhannesson kveður Oviedo
Mynd: Getty Images
Íslenski hægri bakvörðurinn Diego Jóhannesson er farinn frá Real Oviedo en hann kveður félagið með tilkynningu á Twitter.

Diego er 27 ára gamall og uppalinn á Spáni en faðir hans er íslenskur.

Hann komst fyrst í fréttirnar árið 2014 þegar Fótbolti.net hafði samband við Diego sem hafði þá verið að spila glimrandi vel með Oviedo. Í kjölfarið var kallað eftir því að hann yrði tekinn inn í íslenska landsliðið sem varð svo að veruleika tæpum tveimur árum síðar.

Diego hefur leikið þrisvar sinnum fyrir íslenska landsliðið en hann spilaði síðast með liðinuí nóvember árið 2017.

Meiðsli hafa sett strik í reikninginn á tíma hans hjá Oviedo og fékk hann afar fá tækifæri til að sanna sig á tímabilinu sem var að klárast.

Diego kveður félagið eftir tíu ára veru þar. Á þessum tíu árum spilaði hann 135 leiki, gerði 7 mörk og lagði upp 9.

Hann er frjáls ferða sinna og leitar sér að nýju liði en það er líklegast að hann verði áfram í spænsku B-deildinni.


Athugasemdir
banner
banner