Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 01. júní 2022 19:16
Ívan Guðjón Baldursson
Diego Carlos til Aston Villa (Staðfest)
Diego Carlos mun mæta Erling Haaland aftur í haust.
Diego Carlos mun mæta Erling Haaland aftur í haust.
Mynd: EPA

Aston Villa er búið að staðfesta komu brasilíska varnarmannsins Diego Carlos til félagsins frá Sevilla.


Kaupverðið er óuppgefið en talið nema um 29 milljónum evra, eða 26 milljónum punda.

Hinn 29 ára gamli Carlos er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Aston Villa. 

Carlos lék 136 leiki á þremur árum hjá Sevilla og á sjö leiki að baki fyrir U23 landslið Brasilíu en hefur aldrei leikið fyrir A-landsliðið.

„Ég trúi varla að ég sé kominn hingað því það er draumur að rætast fyrir mig að spila í ensku úrvalsdeildinni," sagði Carlos meðal annars þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður félagsins.

Carlos mun berjast við Tyrone Mings, Calum Chambers og Ezri Konza um byrjunarliðssæti í hjarta varnarinnar. 


Athugasemdir
banner
banner
banner