Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. júní 2022 16:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lingard farinn frá Man Utd (Staðfest)
Mynd: EPA

Manchester United er búið að staðfesta að Jesse Lingard verður ekki áfram hjá félaginu á næsta tímabili.


Lingard mun því yfirgefa herbúðir Man Utd og fá frelsi til að semja við hvaða félag sem hann lystir í sumar.

West Ham hefur áhuga á Lingard, enda gerði hann góða hluti að láni hjá félaginu í fyrra. Þessi 29 ára miðjumaður á 232 leiki að baki fyrir Rauðu djöflana og í þeim hefur hann gert 35 mörk.

Lingard gerði níu mörk í sextán leikjum þegar hann var lánaður til West Ham í fyrra og reyndi Newcastle United svo að krækja í leikmanninn síðasta janúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner