Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. júní 2022 11:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba yfirgefur Man Utd aftur á frjálsri sölu (Staðfest)
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur staðfest að franski miðjumaðurinn Paul Pogba sé á förum frá félaginu þegar samningur hans rennur út í lok mánaðarins.

Þetta er í annað sinn sem Pogba yfirgefur United á frjálsri sölu. Hann kom fyrst til félagsins þegar hann var 16 ára og fór svo frítt til Juventus þremur árum síðar þar sem hann fékk ekki mikið að spila hjá Sir Alex Ferguson.

Hann sló í gegn hjá Juventus og keypti United hann aftur á 89 milljónir punda sumarið 2016. Núna fer hann aftur á frjálsri sölu frá félaginu.

„Við öll hjá félaginu viljum óska Paul til hamingju með farsælan feril til þessa og þakka honum fyrir framlag hans hjá Man Utd," segir í tilkynningu United.

Þegar litið er yfir tíma hans hjá Man Utd sem eina heild, þá stóðst Pogba ekki væntingarnar. Hann átti sín augnablik en þau voru ekki gífurlega mörg og vantaði stöðugleikann.

Það er talið líklegt að hinn 29 ára gamli Pogba muni núna snúa aftur til Juventus þar sem hann átti betri tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner