Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. júní 2022 15:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingur fær Gísla Gottskálk frá Bologna (Staðfest)
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: blikar.is
Víkingur Reykjavík hefur krækt í Gísla Gottskálk Þórðarson og kemur hann til félagsins frá Bologna á Ítalíu.

Hann fær leikheimild strax með Víkingum.

Gísli er sautján ára, fæddur árið 2004, og á að baki einn leik með U19 landsliðinu. Gísli fór til Bologna frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki í október árið 2020 og er nú að mæta aftur til Íslands.

„Við erum að fá hann til okkar frá Bologna. Við keyptum Ara (Sigurpálsson) frá Bologna á sínum tíma og það er ágætis samband milli félaganna. Þetta er svipað og með marga unga leikmenn sem hafa komið í Víkina, hugmyndin er að gefa þeim tækifæri til að byggja sinn feril," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í maí.

„Ég held strákar sem eru úti leitast ekkert endilega eftir því að koma heim, sama með Ara, Guðmund Andra, Ágúst Hlyns, Kristal og þessa stráka. Á einhverjum tímapunkti sjá þeir fram á að upp á þeirra feril er það betra. Þessir leikmenn verða að fá tækifæri til að spila og þeir hafa fengið það hjá okkur sem veldur því að það skapast traust milli leikmannsins og forráðamanna leikmannsins að Víkin sé rétti staðurinn."

„Hann er svaka efnilegur, teknískur og með gott auga fyrir spili. Hann fær þann tíma sem hann þarf. Það væri auðvitað 'ideal' ef hann fær einhverjar mínútur í sumar," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner