mið 01. september 2021 20:50
Brynjar Ingi Erluson
Cristiano Ronaldo markahæsti landsliðsmaður frá upphafi (Staðfest)
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er markahæsti landsliðsmaður allra tíma með 111 landsliðsmörk en hann bætti metið með tveimur mörkum í 2-1 sigri á Írlandi í undankeppni HM í kvöld.

Ronaldo og Ali Daei, fyrrum landsliðsmaður Íran, voru jafnir fyrir leikinn í kvöld með 109 mörk en Ronaldo fékk tækifæri á 15. mínútu til að bæta metið.

Fernandes vann þá víti sem Ronaldo ákvað að taka en markvörður Írlands varði frá honum.

Portúgalinn geymdi augnablikið fram að síðustu mínútu leiksins þar sem var heldur betur dramatík. Hann skallaði fyrirgjöf Goncalo Guedes í netið á 89. mínútu og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjuegan leiktíma, aftur með skalla og nú eftir fyrirgjöf Joao Mario.

111. mark Ronaldo með portúgalska landsliðinu. Ótrúleg endurkoma og Ronaldo fagnaði á viðeigandi hátt með að fara úr treyjunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner