sun 02. maí 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Celso Raposo í Vestra (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Haukur Gunnarsson
Vestri hefur fengið hægri bakvörð fyrir sumarið. Hann heitir Celso Daniel Caeiro Raposo og kemur frá Portúgal.

Hann kemur til Vestra og mun spila með þeim í Lengjudeildinni í sumar. Það kom fram í útvarpsþættinum í gær að Rafa Mendez verður einnig með Vestra í sumar en í síðasta mánuði var sagt frá því að hann yrði ekki með liðinu í sumar.

Rafa er spænskur hægri bakvörður sem spilaði á síðasta tímabili með Vestra en hann framlengdi samning sinn við félagið í vetur. Það komu upp veikindi í fjölskyldu Rafa og gaf Vestri honum leyfi til að vera áfram heima fyrir. Rafn Markús Vilbergsson sagði frá því í útvarpsþættinum í gær að Rafa myndi spila með Vestra í sumar.

Celso Raposo er 25 ára gamall hægri bakvörður frá Portúgal. Hann hefur spilað í Portúgal og á Spáni á sínum ferli. Hann getur einnig spilað sem kantmaður.

Vestra er spáð sjötta sæti í Lengjudeildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner