Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 02. júní 2021 09:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emerson til Barcelona (Staðfest) - Verið góður hjá Betis
Mynd: Getty Images
FC Barcelona hefur tilkynnt Real Betis að það ætli sér að fá hægri bakvörðinn Emerson Royal til félagsins.

Emerson var í tvö og hálft ár á láni hjá Betis en það var samkomulag milli Real Betis og Barcelona að Barcelona gæti tekið hann inn í sinn hóp ef félagið vildi nota hann eftir þetta tveggja ára lán.

Emerson er 22 ára gamall og er í brasilíska landsliðshópnum sem tekur þátt í Copa America í sumar.

Emerson hefur skorað fimm mörk og lagt upp tíu á tíma sínum hjá Betis og á síðustu leiktíð lék hann 3186 mínútur fyrir Betis, meira en nokkur annar leikmaður hjá félaginu.

Barca greiddi Atletico Mineiro 12 milljónir evra fyrir Emerson í janúar 2019. Betis borgaði svo helminginn af þeirri upphæð til að fá leikmanninn á láni og Barca greiðir Betis þá upphæð til baka til að fá hann núna.


Athugasemdir
banner
banner
banner