Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. júní 2022 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deild-kvenna: Valur lenti í miklum vandræðum gegn ÍBV
Ásdís Karen gerði jöfnunarmarkið.
Ásdís Karen gerði jöfnunarmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 1 - 1 ÍBV
0-1 Sandra Voitane ('48 )
1-1 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('93 )
Lestu um leikinn

Það voru óvænt úrslit í eina leik dagsins í Bestu deild kvenna sem var að klárast.

Leikurinn fór fram á Hlíðarenda og þar mættust Íslandsmeistarar Vals og svo ÍBV.

Vestmanneyingar hafa leikið vel að mörgu leyti í upphafi móts og sýnt að þær geta strítt hvaða lið sem er í þessari deild. Þær lögðu meðal annars Breiðablik að velli á dögunum.

Þær gerðu sér lítið fyrir og stríddu Val í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik tók ÍBV forystuna í upphafi seinni hálfleiks. „EYJAKONUR KOMNAR YFIR!!! Lára Kristín gefur skelfilegan bolta til baka sem ratar beint á Söndru sem er komin ein í gegn og klárar frábærlega, niðri og til vinstri," skrifaði Kári Snorrason í beinni textalýsingu er Sandra Voitane kom gestunum yfir.

ÍBV varðist vel í kjölfarið með Guðný Geirsdóttir í banastuði í markinu. Þetta minnti á leik þessara liða á þessum sama velli í fyrra. Þá var staðan markalaus lengi vel og ÍBV virtist ætla að sigla sigrinum þangað til Valur gerði sigurmarkið í uppbótartíma.

Í þetta skiptið gerðist það sama nema núna jafnaði Valur í uppbótartíma í staðinn fyrir að skora sigurmark. Ásdís Karen Halldórsdóttir, sem hefur verið mjög góð í sumar, skoraði eftir darraðadans í teignum á 93. mínútu.

Lokatölur 1-1 sem í raun svekkjandi niðurstaða fyrir bæði lið þó ÍBV hefði auðvitað tekið stigið fyrir leik.

Valur er á toppnum með tveimur stigum meira en Selfoss og er ÍBV í sjötta sæti með ellefu stig, fimm stigum minna en toppliðið.
Athugasemdir
banner
banner