Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. júní 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Dirk Kuyt orðinn stjóri ADO Den Haag (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Dirk Kuyt, fyrrum sóknarmaður Liverpool, hefur tekið sitt fyrsta stjórastarf á ferlinum. Hann hefur verið ráðinn stjóri ADO Den Haag í heimalandinu.

ADO endaði í fjórða sæti hollensku B-deildarinnar á liðnu tímabili.

„ADO er sofandi risi, það hentar mér vel að byrja hér sem þjálfari og þróa minn feril. Ég tel að það sé risastór áskorun að koma ADO aftur þar sem liðið á heima, í efstu deild," segir Kuyt.

Kuyt er 41 árs og lagði skóna á hilluna 2017 eftir að hafa hjálpað Feyenoord að vinna hollenska meistaratitilinn.

Hann lék með Liverpool 2006–2012 og skoraði 51 mark í 208 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner