mán 02. ágúst 2021 23:00
Victor Pálsson
'Ógnvekjandi' að horfa á leikmann Liverpool á æfingum
Mynd: Getty Images
Það er 'ógnverkjandi' að horfa á Diogo Jota á æfingum Liverpool að sögn þjálfarans Pep Ljinders sem er í þjálfarateymi Jurgen Klopp.

Jota er að mæta ferskur til leiks í lið Liverpool fyrir komandi leiktíð en tímabilið fer af stað þann 14. ágúst næstkomandi.

Jota var mikið meiddur á síðustu leiktíð og mun Liverpool svo sannarlega þurfa á honum að halda fyrir komandi verkefni.

„Það er frábært að fá Diogo til baka og það er strax hægt að sjá hraðann sem hann er með og hversu góða stjórn hann er með á líkamanum og boltanum," sagði Ljinders.

„Það er ógnvekjandi. Hann gefur framlínunni mikla orku. Diogo er ekki þessi týpíski Portúgali sem fær boltann á vængnum og rekur hann meðfram línunni."

„Hann finnur lykt af markinu og er tæknilega í hæsta gæðaflokki. Sérstaklega þegar við erum að gefa boltann á milli þá þurfum við hans hreyfingar fyrir aftan vörnina."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner