Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 02. október 2017 13:39
Hafliði Breiðfjörð
Þórhallur og Lidija taka við HK/Víkingi (Staðfest)
Þórhallur Víkingsson er nýr þjálfari HK/Víkings. Hér handsalar hann samninginn við Sigurbjörn Björnsson.
Þórhallur Víkingsson er nýr þjálfari HK/Víkings. Hér handsalar hann samninginn við Sigurbjörn Björnsson.
Mynd: HK/Víkingur
Þórhallur Víkingsson hefur verið ráðinn þjálfari HK/Víkings til tveggja ára. Honum til aðstoðar verður Lidija Anja Stojkanovic. Þau taka við liðinu af Jóhannesi Karli Sigursteinssyni og Agli Atlasyni.

HK/Víkingur varð deildarmeistari í 1.deild kvenna 2017 og tryggði sér þar með sæti í Pepsi-deildinni á næsta keppnistímabili.

Þórhallur Víkingsson hefur þjálfað yngri flokka kvenna hjá Víking síðastliðin ár og stýrði 2.flokknum þetta sumarið ásamt því að aðstoða Jóhannes Karl og Egil með meistaraflokkinn.

Lidija þekkir einnig vel til félagsins en hún hefur bæði spilað og þjálfað hjá HK/Víkingi. Nú síðast var hún aðstoðaþjálfari hjá Jóhannesi Karli sumarið 2016 áður en hún hætti og tók við U-19 ára landsliði Serbíu ásamt því að starfa sem aðstoðarþjálfari A-landsliðsins þar í landi.

Í tilkynningu félagsins segir að HK/Víkingur muni styrkja liðið fyrir næsta tímabil og tefla fram liði sem verður byggt á hinum afar efnilegu leikmönnum félagsins ásamt vel útfærðum styrkingum.

„Félagið horfir afar björtum augum til framtíðar. Markmið og stefna HK/Víkings eru skýr, en það er að móta og búa til öflugt og stöðugt úrvalsdeildarlið til framtíðar enda gríðarlega mikill efniðviður af leikmönnum í þeim félögum sem mynda HK/Víking," segir í tilkynningunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner