Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 03. maí 2022 20:11
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Bournemouth upp í úrvalsdeildina (Staðfest)
Bournemouth er komið aftur í deild þeirra bestu
Bournemouth er komið aftur í deild þeirra bestu
Mynd: Getty
Bournemouth 1 - 0 Nott. Forest
1-0 Kieffer Moore ('83 )

Bournemouth er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir 1-0 sigur á Nottingham Forest í ensku B-deildinni í kvöld. Kieffer Moore var hetja heimamanna.

Fyrir leikinn var Bournemouth í öðru sæti með 82 stig en Nottingham Forest í þriðja sæti með 79 stig.

Þetta var því nánast hreinn úrslitaleikur um hvort liðið myndi fara upp beint upp um deild.

Moore, sem byrjaði á bekknum, kom inná sem varamaður á 59. mínútu og rúmum tuttugu mínútum síðar gerði hann sigurmarkið fyrir Bournemouth.

Sigurinn þýðir það að Bournemouth er með 85 stig í öðru sæti fyrir lokaumferðina og sex stigum á undan Forest. Því er Bournemouth komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina aðeins tveimur árum eftir að hafa fallið úr henni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner