Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 03. júní 2021 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Inzaghi nýr stjóri Inter (Staðfest)
Mynd: EPA
Simone Inzaghi hefur verið tilkynntur sem nýr stjóri Ítalíumeistara Inter Milan. Inzaghi skrifar undir tveggja ára samning við Inter.

Inzaghi kemur frá Lazio eftir fimm tímabil með félagið. Hann er einnig fyrrum leikmaður Lazio og lék með félaginu í rúman áratug.

Simone er yngri bróðir Filippo Inzaghi. Þann 27. maí yfirgaf Inzaghi stjórastöðu sína hjá Lazio.

Sem stjóri Lazio vann hann bikarinn árið 2019 og ítalska Ofurbikarinn 2017 og 2019. Sem leikmaður vann hann deildina vorið 2000 og varð bikarmeistari í þrígang.

Inzaghi tekur við af Antonio Conte sem hætti frekar óvænt á dögunum. Conte var ósáttur með framtíðarpælingar eiganda og bága fjárhagsstöðu félagsins. Inzaghi mun funda með eigandanum í dag til að ræða félagsskiptagluggann.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
7 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
8 Lazio 32 15 4 13 41 35 +6 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 32 9 12 11 35 39 -4 39
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner