lau 03. júlí 2021 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Musso til Atalanta (Staðfest) - Næstdýrastur í sögu félagsins
Musso
Musso
Mynd: Getty Images
Atalanta gekk í gær frá kaupunum á Juan Musso frá Udinese.

Þessi 27 ára gamli markvörður skrifar undir fjögurra ára samning en hann hefur átt þrjár góðar leiktíðir hjá Udinese.

Musso er argentínskur landsliðsmarkvörður og er með landsliðinu á Copa America.

Atalanta greiðir 20 milljónir evra fyrir Musso sem er það næstmesta sem félagið hefur greitt fyrir leikmann, einungis Luis Muriel var dýrari.

Atalanta endaði í 3. sæti Serie A í vetur og er á leið inn í sitt þriðja tímabil í Meistaradeildinni í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner