Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. september 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Shkodran Mustafi til Levante (Staðfest)
Mynd: Heimasíða Levante
Þýski varnarmaðurinn Shkodran Mustafi gerði í gær tveggja ára samning við spænska félagið Levante.

Mustafi er 29 ára gamall miðvörður og á 20 landsleiki að baki fyrir Þýskaland.

Ferill hans hefur verið á hraðri niðurleið frá því hann samdi við Arsenal árið 2016.

Hann náði aldrei sömu hæðum hjá Arsenal og hann gerði hjá Sampdoria og Valencia. Frammistaða hans með enska liðinu var vægast sagt slök og ákvað hann að rifta samningnum við félagið.

Mustafi gekk til liðs við Schalke í janúar og féll svo með liðinu niður í B-deildina.

Nú er hann mættur til Levante og gerði hann tveggja ára samning við félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner