Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. september 2021 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tobin Heath í Arsenal (Staðfest)
Tobin Heath.
Tobin Heath.
Mynd: Getty Images
Kvennalið Arsenal hefur fengið mjög góðan liðsstyrk fyrir tímabilið í ensku úrvalsdeildinni.

Félagið hefur samið við bandarísku landsliðskonuna Tobin Heath um að leika með liðinu á tímabilinu sem fer senn að hefjast.

Heath á mjög farsælan feril að baki. Hún á að baki 177 landsleiki fyrir Bandaríkin og í þeim hefur hún skorað 33 mörk. Hún á tvo Heimsmeistaratitla og tvö Ólympíugull.

Á síðustu leiktíð spilaði Heath með Manchester United og núna mætir hún aftur í enska boltann.

„Hún er ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður sem mun koma með mikla reynslu inn í hópinn," segir Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, um þessa öflugu styrkingu.

Arsenal hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Það er stórleikur gegn Chelsea fyrst á dagskrá.
Athugasemdir
banner
banner
banner