mán 04. febrúar 2019 10:01
Ívan Guðjón Baldursson
Varar Timo Werner við að fara til Liverpool
Powerade
Werner er eftirsóttur af stærstu félögum Evrópu.
Werner er eftirsóttur af stærstu félögum Evrópu.
Mynd: Getty Images
Neymar verður frá út mars hið minnsta.
Neymar verður frá út mars hið minnsta.
Mynd: Getty Images
Longstaff hefur komið sterkur inn í byrjunarlið Newcastle.
Longstaff hefur komið sterkur inn í byrjunarlið Newcastle.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er að sjálfsögðu á sínum stað. Hann er í boði Powerade og tekinn saman af BBC.



Ralf Rangnick, þjálfari Leipzig, hefur varað Timo Werner, 22, frá því að ganga til liðs við Liverpool. Hann notar lítinn spilatíma Naby Keita sem dæmi og mælir gegn því að skipta yfir. (Mirror)

Marco Silva þjálfari Everton segist finna fyrir pressunni eftir tap gegn Wolves um helgina. Everton er núna í níunda sæti. (Mirror)

Ole Gunnar Solskjær mun eiga stóran þátt í að finna réttu leikmennina til að kaupa næsta sumar þó hann verði líklega ekki lengur við stjórnvölinn eftir tímabilið. (Sun)

Thomas Tuchel, þjálfari PSG, telur sína menn geta gert vel gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þó Neymar verði frá vegna meðisla. (Goal)

Leeds vill kaupa Aaron Lennon, 31, frá Burnley næsta sumar. Lennon ólst upp hjá Leeds en var seldur til Tottenham sumarið 2005. (Sun)

Bojan Krkic, 28 ára framherji Stoke, gæti verið á leið til New England Revolution í MLS deildinni eftir að bandaríska félagið bauðst til að tvöfalda laun hans. Félagsskiptaglugginn í MLS deildinni er opinn út apríl. (Sun)

Real Madrid ætlar ekki að lána Brahim Diaz, 19, út. Real keypti hann af Manchester City í janúarglugganum og hefur táningurinn hlutverki að sinna hjá sínu nýja félagi. Hann mun ekki vera lánaður út í sumar heldur. (AS)

Christian Benteke, 28, segir að sér líði ekki eins og koma Michy Batshuayi, 25, til Crystal Palace sé ógnandi fyrir sig. Þeir eru miklir félagar úr belgíska landsliðinu. (Daily Mail)

Liam Miller, sóknarmaður Liverpool á láni hjá Kilmanrock, segir að Kenny Dalglish taki stundum þátt í æfingum hjá félaginu og hjálpi sóknarmönnum að æfa skotnýtingu. (Sunday Post)

Enska knattspyrnusambandið ætlar að innleiða atvinnudómara í Ofurdeild kvenna. (Telegraph)

Sean Longstaff, 21 árs miðjumaður, verður líklega valinn í næsta enska landsliðshóp U21 eftir að hafa brotið sér leið inn í byrjunarlið Newcastle. (Chronicle)

Leikmannahópur Wolves heldur til Marbella eftir bikarleikinn gegn Shrewsbury á þriðjudaginn. Þar verður slakað á. (Express & Star)

Aston Villa ætlar að fá Mike van der Hoorn, 26, frítt frá Swansea næsta sumar. (Birmingham Mail)

Mario Balotelli, 28, segist vilja ljúka ferlinum með uppeldisfélagi sínu Brescia á Ítalíu. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner