Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 04. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Villarreal: Þetta er skandall
Atvikið umdeilda
Atvikið umdeilda
Mynd: EPA
Það sauð á Fernando Roig, forseta Villarreal, eftir að liðið tapaði undanúrslitaeinvígi sínu gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær en hann var brjálaður yfir dómgæslunni.

Hollendingurinn Danny Makkiele dæmdi leik liðanna á El Madrigal í gær en það kom upp umdeilt atvik á 37. mínútu er Alisson Becker, markvörður Liverpool, fleygði sér í tæklingu á Giovani Lo Celso.

Alisson kastaði sér fyrir boltann er Lo Celso mætti honum og steinlá argentínski miðjumaðurinn í grasinu. Roig var verulega ósáttur við að hafa ekki fengið vítaspyrnu.

„Vítið sem var ekki gefið var algjör skandall. Dómarinn var ekki nógu góður fyrir þennan leik," sagði Roig.

„Það voru þrjú brot rétt fyrir utan teiginn í fyrri hálfleiknum og föst leikatriði eru mjög mikilvæg fyrir okkur og við fengum ekki þessar aukaspyrnur. Við vorum að missa kraftinn og þetta hefði komið sér vel fyrir okkur. Ég er ekkert brjálaður og felst mikið stolt í því að komast hingað en dómgæslan var virkilega vond," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner