Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 04. maí 2022 08:05
Elvar Geir Magnússon
Hlusta á stór tilboð í De Jong - Ten Hag setur upp óskalista
Powerade
Romelu Lukaku vill ekki fara til AC Milan eða Newcastle.
Romelu Lukaku vill ekki fara til AC Milan eða Newcastle.
Mynd: EPA
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: EPA
Tchouameni.
Tchouameni.
Mynd: EPA
Josko Gvardiol.
Josko Gvardiol.
Mynd: EPA
Rafael Leao.
Rafael Leao.
Mynd: Getty Images
Lukaku, De Jong, Ward-Prowse, Coutinho, Adeyemi, Gvardiol og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (28) hefur engan áhuga á því að skrifa undir hjá AC Milan eða Newcastle í sumar, þrátt fyrir vaxandi pirring yfir fáum tækifærum hjá Chelsea. (Evening Standard)

Barcelona mun hlusta á stór tilboð í hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (24) en Manchester United hefur verið orðað við leikmanninn. Erik ten Hag þjálfaði De Jong hjá Ajax. (Sport)

Erik ten Hag er með átta manna lista yfir leikmenn sem hann getur treyst þegar hann tekur við Manchester United. Hollendingurinn vonast til þess að kaupa miðvörð til að hjálpa Harry Maguire (29) að finna sig aftur og veltir því fyrir sér hvort Marcus Rashford geti komist aftur í gang. (Telegraph)

Enski miðjumaðurinn James Ward-Prowse (27) hjá Southampton, hollenski vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia (22) hjá Feyenoord og enski vængmaðurinn Jarrod Bowen (25) hjá West Ham eru allir sagðir á óskalista Erik ten Hag. (Fichajes)

Newcastle hefur verið að fylgjast með Darwin Nunez (22), sóknarmanni Benfica. Úrúgvæski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við Manchester United og Liverpool. Dominic Calvert-Lewin (25), sóknarmaður Everton, og tékkneski framherjinn Patrick Schick (26) eru aðrir kostir. (Mirror)

Newcastle vill fá ítalska sóknarmanninn Gianluca Scamacca (23) frá Sassuolo en AC Milan og Inter eru einnig með hann á sínum listum. (Televomero)

Argentínski sóknarleikmaðurinn Paulo Dybala (28) sem hefur verið orðaður við Manchester United, Newcastle og Arsenal mun ganga í raðir Inter þegar samningur hans rennur út í sumar. (Gazzetta)

Paris St-Germain hefur áhuga á franska miðjumanninum Aurelien Tchouameni (22) hjá Mónakó. Leikmaðurinn vill þó frekar fara í annað land, hann hefur verið orðaður við Liverpool og Real Madrid. (Arancha Rodriguez)

Antonio Conte, stjóri Tottenham, vill bæta við leikmannahóp sinn í sumar og hefur áhuga á enska miðjumanninum James Ward-Prowse (27) hjá Liverpool og spænska vinstri bakverðinum Marc Cucurella (23) hjá Brighton. (Fichajes)

Barcelona hefur tjáð Aston Villa að félagið fái frest til loka mánaðarins til að ákveða hvort félagið vilji kaupa Philippe Coutinho (29) alfarið í sumar. (Sport)

Manchester United gerði misheppnaða tilraun til að ræna sóknarmanninum Karim Adeyemi (20) hjá Red Bull Salzburg frá Borussia Dortmund sem er að tryggja sér leikmanninn. (Patrik Berger)

Chelsea vill fá króatíska varnarmanninn Josko Gvardiol (20) frá RB Leipzig en búist er við því að Þjóðverjinn Antonio Rudiger (29) og danski varnarmaðurinn Andreas Christensen (26) fari til Real Madrid og Barcelona. (Goal)

Franski miðvörðurinn Clement Lenglet (26) hjá Barcelona er orðaður við Sevilla en ensk úrvalsdeildarfélög hafa einnig sýnt honum áhuga. Lenglet hefur færst aftar í goggunarröðina hjá Börsungum. (Diario Sport)

Manchester City, Newcastle og Paris St-Germain hafa sýnt portúgalska sóknarmanninum Rafael Leao (22) hjá AC Milan áhuga. AC Milan reynir að fá hann til að skrifa undir nýjan samning en launakröfur hans eru hindrun. (Football-Italia)

Arsenal undirbýr tilboð í Aaron Hickey (19), vinstri bakvörð Bologna. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill bæta í vörnina og skoski landsliðsmaðurinn hefur fengið lof fyrir frammistöðu sína með ítalska liðinu síðan hann kom frá Hearts 2020. (Football.london)

Inter er tilbúið að selja Stefan de Vrij (30) fyrir 15 milljónir punda í sumar. Tottenham, Aston Villa og Newcastle eru meðal félaga sem hafa áhuga á hollenska miðverðinum. (Football Insider)

Fulham, sem hefur tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni, vill fá enska varnarmanninn Joe Gomez (24) frá Liverpool. (Football League World)

Arsenal mun gera lokatilraun til að fá sóknarmanninn Eddie Nketiah (22) til að gera nýjan samning. Núgildandi samningur rennur út í sumar en ensk, frönsk og þýsk félög hafa áhuga. (Mail)

Lazio er tilbúið að lækka verðmiðann á serbneska miðjumanninum Sergej Milinkovic-Savic (27) í um 67 milljónir punda en Manchester United og PSG eru meðal félaga sem hafa áhuga. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner