Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 04. júní 2021 09:27
Elvar Geir Magnússon
Sautján ára sóknarmaður Keflavíkur til Heerenveen (Staðfest)
Björn Bogi í leik með Keflavík.
Björn Bogi í leik með Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenska félagið Heerenveen hefur keypt Björn Boga Guðnason, sautján ára sóknarmann Keflavíkur.

Björn Bogi mun fara í U21 lið félagsins en samningur hans er til þriggja ára.

Michel Jansen, yfirmaður akademíu Heerenveen, segir að Björn sé lipur sóknarmaður með mikla hæfileika. Vonast sé til þess að hann þróist í að verða leikmaður aðalliðsins.

Björn Bogi, sem 1,91 metri á hæð, fór til reynslu hjá félaginu í apríl og í lokuðum æfingaleik náð hann að skora fjögur mörk.

Hann spilaði fjóra leiki í Lengjudeildinni í fyrra þegar Keflavík vann deildina og komst upp í Pepsi Max-deildina. Þá skoraði hann 3 mörk í 7 leikjum fyrir Víði í 2. deildinni en þangað fór hann á láni.
Athugasemdir
banner
banner
banner