Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emma Hayes framlengir við Chelsea (Staðfest)
Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea.
Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea.
Mynd: Getty Images
Emma Hayes hefur skrifað undir nýjan samning og verður hún áfram stjóri kvennaliðs félagsins.

Hayes hefur þjálfað Chelsea frá 2012 og byggt upp ótrúlega sterkt lið. Hún hefur stýrt liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni fjórum sinnum, í FA-bikarnum tvisvar og í deildabikarnum tvisvar. Hún hefur gert magnaða hluti með Chelsea og það er í raun bara Meistaradeildin eftir.

Hún stýrði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn á nýafstöðnu tímabili en þar tapaði liðið illa, 4-0 fyrir Barcelona.

Markmiðið hlýtur að vera að komast aftur í úrslitin og vinna þá keppnina.

Hin 44 ára gamla Hayes hefur gríðarlega þekkingu á fótbolta og hún ætlar að reyna að koma Chelsea á topp Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner