Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. júlí 2021 12:38
Brynjar Ingi Erluson
Tekur við Sampdoria eftir að hafa fallið með Parma (Staðfest)
Roberto D'Aversa verður áfram í Seríu A
Roberto D'Aversa verður áfram í Seríu A
Mynd: EPA
Ítalska félagið Sampdoria er búið að finna nýjan þjálfara en Roberto D'Aversa var ráðinn í dag. Hann tekur við af Claudio Ranieri.

Ranieri gerði tveggja ára samning við Sampdoria árið 2019 en ákvað að framlengja ekki við félagið.

Sampdoria hafnaði í 9. sæti á fyrsta tímabili hans með liðið en í 15. sæti á síðustu leiktíð.

Félagið hefur nú fundið arftaka hans en Robert D'Aversa er tekinn við liðinu.

Hann hefur þjálfað tvö lið á ferlinum. Hann stýrði Virtus Lanciano frá 2014 til 2016 áður en hann tók við Parma.

D'Aversa gerði hið ótrúlega með Parma. Hann tók við liðinu í C-deildinni eftir að liðið varð gjaldþrota og fór með liðið upp um tvær deildir á tveimur árum.

Parma gerði þau mistök að reka hann í ágúst á síðasta ári en fékk hann svo aftur til starfa í janúar. Honum tókst ekki að bjarga liðinu frá falli og hætti eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner