Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 04. september 2021 19:10
Aksentije Milisic
2. deild: Þróttur Vogum í Lengjudeildina (Staðfest) - Tíu Magnamenn unnu Völsung
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það fóru fram fjórir leikir í 2. deild karla í dag en mikil spenna er í toppbaráttunni.

KV vann 2-0 heimasigur á Leikni F og kom sér þannig aftur í bílstjórasætið í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni.

Haukar unnu 4-0 útisigur á ÍR og þá vann KF lið Fjarðabyggðar einnig með fjórum mörkum gegn engu. Fjarðabyggð er því fallið í 3. deildina eftir þessi úrslit.

Í lokaleik dagsins mættust Magni og Völsungur á Grenivíkurvelli. Guðni Sigþórsson kom Magna yfir en undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn rautt spjald en þá var Jeffrey Monakana rekinn í sturtu.

Völsungur jafnaði metin í byrjun síðar hálfleiks en tíu Magnamenn náðu hins vegar að skora sigurmarkið. Þar var Guðni Sigþórsson aftur á ferðinni. Frábær úrslit fyrir Magna og liðið á enn möguleika á öðru sæti deildarinnar.

Þessi úrslit þýða það að Þróttur Vogum er komið í Lengjudeildina. KV og Völsungur eiga eftir að mætast innbyrðis.

Magni er fjórum stigum á eftir KV sem situr í öðru sætinu en Völsungur er einu stigi á eftir KV. Því má búast við mikillri spennu en aðeins tvær umferðir eru eftir.

KV 2-0 Leiknir F
1-0 Grímur Ingi Jakobsson ('6)
2-0 Valdimar Daði Sævarsson ('26)
Rautt spjald: Almar Daði Jónsson ('80)

ÍR 0-4 Haukar
0-1 Frosti Brynjólfsson ('1)
0-2 Máni Mar Steinbjörnsson ('20)
0-3 Frosti Brynjólfsson ('35)
0-4 Halldór Arnarsson - Sjálfsmark ('47)

Fjarðabyggð 0-4 KF
0-1 Cameron Botes ('3)
0-2 Atli Snær Stefánsson ('10)
0-3 Andi Andri Morina ('27)
0-4 Alexander Örn Pétursson ('85)

Magni 2-1 Völsungur
1-0 Guðni Sigþórsson ('33)
1-1 Elvar Baldvinsson ('50)
2-1 Guðni Sigþórsson ('77)
Rautt spjald: Jeffrey Monakana ('45)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner