Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 04. september 2021 16:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Fram Lengjudeildarmeistari (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum er lokið í Lengjudeildinni í dag.

Fram varð í dag Lengjudeildarmeistari eftir 2-0 sigur á Grindavík. Albert Hafsteinsson skoraði bæði mörkin, fyrra markið kom á 33. mínútu en þá náði hann frákasti af vítaspyrnu sem hann misnotaði sjálfur.

Honum brást hinsvegar ekki bogalistin þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á 53. mínútu. Til hamingju Framarar!

Fjölnir vann stórsigur á Kórdrengjum 4-1. Staðan var 1-0 fyrir Fjölni í hálfleik en þeir bættu tveimur mörkum við seint í síðari hálfleik. Kórdrengir klóruðu í bakkann þegar skammt var eftir en þegar það var komið vel framyfir venjulegan leiktíma negldu Fjölnismenn síðasta naglann í kistu Kórdrengja.

Grindavík 0 - 2 Fram
0-0 Albert Hafsteinsson ('33 , misnotað víti)
0-1 Albert Hafsteinsson ('33 )
0-2 Albert Hafsteinsson ('53 , víti)

Lestu um leikinn

Kórdrengir 1 - 3 Fjölnir
0-1 Sigurpáll Melberg Pálsson ('19 )
0-2 Hans Viktor Guðmundsson ('70 )
0-3 Hans Viktor Guðmundsson ('79 )
1-3 Ásgeir Frank Ásgeirsson ('87 )

Lestu um leikinn

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner