Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. október 2021 15:00
Elvar Geir Magnússon
Aurier til Villarreal (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Fílabeinsstrendingurinn Serge Aurier hefur skrifað undir samning við spænska félagið Villarreal. Samningurinn er til eins árs með möguleika á tveimur árum til viðbótar.

Aurier er 28 ára varnarmaður og kemur á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Tottenham.

Eftir að Aurier stóðst læknisskoðun og skrifaði undir samning fór hann beint til móts við landslið Fílabeinsstrandarinnar sem á framundan leiki gegn Malaví í undankeppni HM.

Aurier er kraftmikill varnarmaður sem býr yfir góðum hraða og vill gjarnan taka þátt í sóknarleiknum. Hann er hægri bakvörður en getur einnig leikið sem miðvörður.


Athugasemdir
banner
banner
banner