Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. október 2021 16:16
Elvar Geir Magnússon
Ranieri búinn að skrifa undir hjá Watford (Staðfest) - Byrjar gegn Liverpool
Claudio Ranieri og Paolo Benetti aðstoðarmaður hans.
Claudio Ranieri og Paolo Benetti aðstoðarmaður hans.
Mynd: Getty Images
Watford hefur staðfest ráðningu á Claudio Ranieri en hann gerir tveggja ára samning.

Þessi reynslumikli stjóri hefur stýrt stórum félagsliðum og meðal annars unnið ensku úrvalsdeildina, ítalska bikarinn og spænska bikarinn á ferli sínum.

Hans helsta afrek var að stýra Leicester til Englandsmeistaratitilsins 2016 en það var einn óvæntasti sigur fótboltasögunnar.

Ranieri tekur með sér aðstoðarmenn sína í nýtt verkefni; Paolo Benetti og Carlo Cornacchia ásamt þrekþjálfaranum Carlo Spignoli. Hans fyrsti leikur við stjórnvölinn verður heimaleikur gegn Liverpool eftir landsleikjagluggann, laugardaginn 16. október.

Xisco Munoz var rekinn frá Watford í gær eftir aðeins sjö umferðir en liðið er fjórum stigum frá fallsæti og situr í 15. sæti.

Þetta eru fjórtándu stjóraskiptin undir Pozzo fjölskyldunni, eigendum Watford, en hún tók yfir félagið 2012.


Athugasemdir
banner
banner