þri 05. febrúar 2019 08:39
Magnús Már Einarsson
Liverpool með tilboð í Insigne
Powerade
Insigne er orðaður við Liverpool.
Insigne er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Rashford er að gera nýjan samning.
Rashford er að gera nýjan samning.
Mynd: Getty Images
Þó að félagaskiptaglugginn sé lokaður þá grafa ensku slúðurblöðin alltaf upp slúður.



Liverpool hefur boðið 70 milljónir evra eða 61,3 milljón punda í Lorenzo Insigne (27) framherja Napoli. (La Repubblica)

Bayern Munchen ætlar að bjóða 35 milljónir punda í Callum Hudson-Odoi leikmann Chelsea í sumar eftir að hafa mistekist að krækja í hann í janúar. (Mail)

Marcus Rashford (21) framherji Manchester United er í viðræðum um nýjan samning. Rashford gæti meira en tvöfaldað laun sín og farið yfir 150 þúsund pund á viku. (Telegraph)

Vincent Janssen (24) framherji Tottenham hefur fengið þau skilaboða að honum verði bætt við leikmannahóp liðsins í ensku úrvalsdeildinni og geti komið við sögu á tímabilinu þrátt fyrir að hafa ekkert spilað síðan í ágúst 2017. (Evening Standard)

Unai Emery, stjóri Arsenal, fær einungis 40 milljónir punda til leikmannakaupa næsta sumar. (Mirror)

Emery vill fá að minnsta kosti þrjá nýja leikmenn en þar á meðal er vinstri bakvörður. (Mail)

Arsenal hefur verið að skoða Ibrahima Konate (19) varnarmann RB Leipzig. (ESPN)

Barcelona vill kaupa varnarmanninn Matthijs de Ligt (19) frá Ajax á 65,8 milljónir punda í sumar. (Mundo Deportivo)

Cristiano Ronaldo (34) vill fá James Rodriguez (27) til Juventus en þeir voru áður liðsfélagar hjá Real Madrid. James er í dag í láni hjá Bayern Munchen frá Juventus. (Marca)

Liverpool gæti misst Mohamed Salah (26) ef liðið verður ekki enskur meistari en þetta segir Emile Heskey fyrrum framherji liðsins. (Express)

Isaac Hayden (23) miðjumaður Newcastle segist vera skuldbundinn félaginu þó hann hafi óskað eftir sölu í janúar. (Newcastle Chronicle)

Yannick Bolasie (29) kantmaður Everton fór til Anderlecht á láni í janúar. Einungis munaði 43 sekúndum að félagaskiptin myndu ekki ganga í gegn áður en glugginn lokaði. (Sport Witness)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner