Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. maí 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gríðarlega sorglegt að þetta skuli enda svona hjá honum"
Treystir sér ekki til þess að spila
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór Ásbjörnsson, sem lék með Kórdrengjum hluta af tímabilinu 2019 og svo allt þar til hann meiddist síðasta sumar, verður ekkert með liðinu í sumar og hefur lagt skóna á hilluna.

Davíð meiddist í leik með Kórdrengjum í fyrra þegar hann tvíkinnbeinsbrotnaði.

Davíð hefur ekki náð sér síðan og staðfesti Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, að leikmaðurinn yrði ekki með í sumar.

„Því miður, það er gríðarlega sorglegt, fyrir okkur og auðvitað hann sem leikmann, að þetta skuli enda svona hjá honum. Þetta voru mjög alvarleg meiðsli sem hann lendir í, hann var lengi að jafna sig eftir þau og treystir sér ekki eins og staðan er núna að taka þátt," sagði Davíð Smári.

Davíð Þór varð þrítugur í vetur. Hann er uppalinn í Fylki en lék einnig með Þrótti í meistaraflokki. Hann skoraði tvö mörk með Kórdrengjum í 3. deildinni, fimm mörk í 2. deild sumarð 2020 og sex mörk í fjórtán leikjum í fyrra.
„Verð bara að draga lærdóm af þessu, engum að kenna nema sjálfum mér"
Athugasemdir
banner
banner