Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 05. maí 2022 14:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur fær landsliðskonu Venesúela frá CSKA (Staðfest)
Mynd: Washington Spirit
Mariana Sofía Speckmaier er komin með leikheimild með Val og gæti spilað með liðinu gegn Keflavík í 3. umferð Bestu deildar á mánudag.

Mariana er fædd í Bandaríkjunum en spilar með landsliði Venesúela. Hún er 24 ára sóknarmaður sem samdi við CSKA Moskvu í upphafi. Þar skrifaði hún undir tveggja ára samning en er nú komin í Val.

Í janúar í fyrra var hún valin í nýliðavali NWSL deildarinnar af Washington Spirit.

Mariana er annar erlendi leikmaðurinn sem Valur fær í sínar raðir í þessari viku en á mánudags fékk miðjumaðurinn Brookelynn Entz leikheimild með liðinu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner