Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 05. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
WBA kaupir Molumby frá Brighton (Staðfest) - Carroll ekki áfram
Jayson Molumby í leik með WBA
Jayson Molumby í leik með WBA
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið WBA hefur gengið frá kaupum á írska miðjumanninum Jayson Molumby og gerir því skipti sín varanleg eftir að hafa verið á láni hjá félaginu á þessari leiktíð.

Molumby, sem er 22 ára gamall, er uppalinn í Brighton en tókst aðeins að spila fimm leiki fyrir aðallið félagsins á tíma sínum þar.

Hann var lánaður til WBA í ágúst á síðasta ári og spilaði 30 leiki í ensku B-deildinni ásamt því að skora eitt mark.

Nú hefur WBA fest kaup á miðjumanninum og gerir hann þriggja ára samning við félagið.

Enski framherjinn Andy Carroll verður hins vegar ekki áfram hjá WBA en félagið ákvað að bjóða honum ekki nýjan samning. Hann skoraði þrjú mörk í fimmtán leikjum síðan hann skrifaði undir samning við félagið í byrjun árs en Steve Bruce, stjóri liðsins, vill frekar styrkja aðrar stöður.

WBA er í 10. sæti B-deildarinnar þegar einn leikur er eftir af tímabilinu og á ekki möguleika á umspilssæti.
Athugasemdir
banner