Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. október 2021 14:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Björn Sigurbjörns ráðinn þjálfari Selfoss (Staðfest)
Björn Sigurbjörnsson.
Björn Sigurbjörnsson.
Mynd: Twitter
Selfoss tilkynnti í dag að Björn Sigurbjörnsson hefði verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss. Björn skrifar undir þriggja ára samning við félagið í gær. Selfoss endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Björn hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks hjá Kristianstad í Svíþjóð undanfarin tíu ár og tekið þátt í uppbyggingu yngri flokka starfs sænska félagsins frá árinu 2015. Áður en hann hélt til Svíþjóðar var hann aðstoðarþjálfari bæði hjá karla- og kvennaliðum Víkings og þjálfaði yngri flokka hjá Víkingi, Þrótti R, Fram og Val.

„Ég er rosalega spenntur fyrir því að koma á Selfoss og hefja störf þar. Selfoss er félag sem passar vel við mínar hugmyndir sem þjálfari, félagið hefur metnað fyrir því að koma eins mörgum uppöldum leikmönnum og hægt er upp í meistaraflokkinn og búa til góða blöndu af uppöldum leikmönnum og aðkomuleikmönnum. Það er mikil gróska í bæjarlífinu og íþróttalífinu á Selfossi, þannig að það eru vonandi mjög spennandi tímar framundan,“ segir Björn.

„Ég hef aldrei sleppt takinu af því að vera yngriflokkaþjálfari, þó svo að ég hafi verið að vinna í úrslitamiðuðu umhverfi með meistaraflokksliði Kristianstads, þannig að ég hlakka mikið til að taka þátt í uppbyggingunni sem hefur átt sér stað á Selfossi undanfarin ár undir handleiðslu Alfreðs. Markmið komandi ára hlýtur alltaf að vera að gera betur en á síðasta tímabili, þannig að maður stígi skref í rétta átt á hverju ári. Mín markmið sem þjálfari er að reyna að hjálpa sem flestum leikmönnum liðsins að bæta sig og verða betri leikmenn. Ef það tekst munu úrslitin vonandi fylgja í kjölfarið. Það eru ákveðnar stöður í liðinu sem þarf að styrkja og ef okkur tekst vel til þar þá held ég að liðinu verði allir vegir færir og að við verðum lið sem verður erfitt að mæta,“ segir Björn ennfremur.

Auk þess að þjálfa kvennalið Selfoss verður Björn þjálfari hjá Knattspyrnuakademíu Íslands í Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Björn er eiginmaður Sifjar Atladóttur sem er leikmaður Kristianstad.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner