Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   þri 05. desember 2017 16:15
Magnús Már Einarsson
Gabriel Obertan: Hólmar er frábær náungi
Gabriel Obertan var hjá Manchester United frá 2009 til 2011.
Gabriel Obertan var hjá Manchester United frá 2009 til 2011.
Mynd: Getty Images
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gabriel Obertan, fyrrum kantmaður Manchester United og Newcastle, spilar í dag með Levski Sofia í Búlgaríu. Obertan kom til Manchester United árið 2009 en tveimur árum síðar keypti Newcastle hann í sínar raðir.

Obertan er liðsfélagi Hólmars Arnar Eyjólfssonar í liði Levski sem er sem stendur í 3. sæti í búlgörsku úrvalsdeildinni.

Petar Missov, okkar maður í Búlgaríu, tók viðtal við Obertan í vikunni þar sem hann spurði franska kantmanninn út í Hólmar og íslenska landsliðið.

„Hann er frábær náungi. Hann kom hingað skömmu eftir að ég kom," sagði Obertan um Hólmar.

„Hann hefur aðlagast frábærlega. Hann hefur spilað vel og er frábær náungi utan fótboltans. Hann talar ensku sem gerir mér auðveldara fyrir. Hann hefur mikla reynslu. Hann hefur spilað í Englandi og Ísrael og hann hefur sýnt með spilamennsku sinni að Levski valdi rétt með því að fá hann."

Hólmar og hinn tékkneski David Jablonský hafa myndað öflugt teymi í hjarta varnarinnar hjá Levski en liðið hefur einungis fengið átta mörk á sig í 19 leikjum á tímabilinu.

„Þeir passa vel saman. Þeir eru góðir í fótunum og geta sent boltann vel. Það er sjaldgæft að miðverðir séu svona öruggir með boltann. Þeir hafa fengið fá mörk á sig og það er frábært."

Erfitt að vinna Ísland
Obertan fylgdist eins og margir aðrir með ævintýrum Íslands á EM í Frakklandi í fyrra.

„Ég veit ekki mikið um Ísland en íslenskur fótbolti komst á kortið á EM. Það er vel gert hjá þeim að ná þessum úrslitum sem þeir hafa náð að undanförnu og vonandi endist þetta lengi hjá þeim," sagði Obertan við Fótbolta.net.

„Íslenska liðið spilar með hjartanu og af mikilli ástríðu. Þeir berjast fyrir landið og sýna það á vellinum. Það er erfitt að vinna svona lið. Öll þjóðin stendur við bakið á þeim. Þó að Ísland sé ekki með leikmenn sem spila í stærstu deildunum þá nær landsliðið þessum úrslitum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner