Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. febrúar 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær bannar starfsfólki Manchester United að kalla sig stjóra
Ekki boss.
Ekki boss.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur sagt starfsfólki sínu að kalla sig ekki stjóra.

Normaðurinn vill vera kallaður Ole líkt og þegar hann var leikmaður hjá United á sínum tíma.

„Þetta snýst um gildi fjölskyldunnar. Þetta snýst um að þykja vænta um hvort annað, styðja hvort annað og auðvitað þekkja hvort annað," sagði Solskjær.

„Kath (sem vinnur í afgreiðslunni á æfingasvæðinu) var sú fyrsta sem ég hitti þegar ég kom hingað. Síðan hitti ég starfsfólkið sem hefur verið hér síðan ég var leikmaður. Þeir byrjuðu að kalla mig 'stjóra (e: boss)'. Ég sagði við þau: 'Hættið þessu. Ég heiti Ole. Kallið mig Ole."

„Við höfum unnið saman og þekkst í svo mörg ár að ég vil ekki að þau kalli mig stjóra."

Athugasemdir
banner
banner