banner
   þri 06. mars 2018 15:01
Elvar Geir Magnússon
Þekkt nöfn úr Pepsi-deildinni hrannast í Kórdrengi (Staðfest)
Ingvar Kale er kominn í mark Kórdrengja.
Ingvar Kale er kominn í mark Kórdrengja.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Tógómaðurinn Farid Zato er fyrrum leikmaður KR.
Tógómaðurinn Farid Zato er fyrrum leikmaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
4. deildarliðið Kórdrengir í Reykjavík hefur fengið til sín fjölda leikmanna fyrir komandi átök. Liðið er að fara inn í sitt annað ár á Íslandsmótinu en í fyrra vakti liðið mikla athygli og var mjög nálægt því að komast upp um deild.

Það er alveg ljóst að liðið ætlar sér alla leið þetta árið en á heimasvæði félagsins á Facebook er tilkynnt um nýja leikmenn sem komnir eru.

„Nýtt tímabil en sömu markmið! Við Kórdrengir höfum unnið hart í að vera enn betri en í fyrra, með fleiri æfingum fyrir mót og hópurinn hefur stækkað með góðum mönnum!" segir á heimasvæðinu.

Svo fylgir listi nýrra leikmanna: Ingvar Kale (ÍA), Robert Menzel (ÍA), Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik), Farid Zato (Víkingur Ó.), Davíð Birgisson (KV), Þorlákur Ari Ágústsson (Fjölnir), Örvar Þór Sveinsson (Úlfarnir), Steinar Haraldsson (Úlfarnir), Smári Valgeirsson (Kóngarnir) og Drame Lassana Ibrame (Tremblay í Frakklandi).

Markvörðurinn Ingvar Kale hefur leikið fjölmörg tímabil í efstu deild á Íslandi og varð Íslandsmeistari með Breiðabliki á sínum tíma, Robert Menzel er pólskur varnarmaður sem gekk í raðir ÍA fyrir síðasta tímabil, Þórður Steinar Hreiðarsson hefur leikið í efstu deild fyrir Val, Þrótt og Breiðablik og Farid Zato er miðjumaður sem hefur spilað í efstu deild fyrir KR, Keflavík og Víking Ólafsvík.

Í leikmannahópi Kórdrengja eru því komnir ansi margir leikmenn sem spilað hafa í efstu deild. Davíð Birgisson hefur einnig gert það og þá léku fyrir liðið í fyrra þeir Ásgeir Frank Ásgeirsson, Erlingur Jack Guðmundsson, Eyþór Helgi Birgisson, Magnús Már Lúðvíksson, Sigurður Gísli Snorrason, Tryggvi Guðmundsson, Valur Úlfarsson og Viktor Unnar Illugason sem allir hafa leikið í efstu deild.

„Í Kórdrengjum eru ungir og efnilegir leikmenn sem og reynsluboltar sem miðla því sem þeir hafa lært á löngum ferli. Í liðinu eru líka menn sem hafa villst af leið í lífinu en fengið tækifæri til að snúa við blaðinu. Fyrir það erum við þakklátir og sýnir þetta hversu íþróttir eru mikilvægar fyrir marga aðila," sagði Davíð Smári, þjálfari liðsins, viðtali sem birtist á Fótbolta.net í september síðastliðnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner