þri 06. júlí 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elfa Mjöll í Gróttu (Staðfest)
Mynd: Grótta
Elfa Mjöll Jónsdóttir skrifaði í vikunni undir samning við Gróttu en hún kemur til félagsins frá Völsungi.

Elfa er kantmaður og spilaði hún sinn fyrsta leik fyrir Gróttu þegar hún kom inn á í 3-2 sigri á Augnabliki á föstudag.

Þrátt fyrir ungan aldur á Elfa 64 leiki að baki með Húsvíkingum og mun vafalaust styrkja Gróttuliðið sem er um miðja Lengjudeild.

Magnús Örn Helgason annar þjálfari Gróttu fagnar komu Elfu á Nesið.

„Það er frábært að Elfa hafi valið koma til okkar í Gróttu. Það sterkt fyrir félagið að tryggja sér jafn öflugan leikmann út tímabilið 2023 og við hlökkum mikið til að vinna með henni á næstu misserum."

„Við þökkum Völsungi fyrir góð samskipti í tengslum við félagaskiptin,"
segir Magnús.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner