Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. júlí 2021 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Junior Firpo frá Barcelona í Leeds (Staðfest)
Junior Firpo.
Junior Firpo.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds hefur klófest vinstri bakvörðinn Junior Firpo frá Barcelona.

Talið er að Leeds borgi fyrir hann 12,8 milljónir punda en hann mun fylla skarðið sem Ezgjan Alioski skilur eftir sig, og gott betur en það.

Firpo er 24 ára gamall vinstri bakvörður og spilaði átján leiki með Börsungum á síðustu leikíð en fékk þó fá tækifæri í byrjunarliðinu.

Hann var keyptur frá Real Betis árið 2019 en hefur ekki tekist að festa sig í sessi í byrjunarliðin. Jordi Alba er fyrsti kostur þar og er Firpo á útleið til að leita að fleiri tækifærum.

Firpo fær treyju númer þrjú hjá Leeds sem hafnaði í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner