banner
   mið 06. október 2021 14:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ásta Vigdís í FH (Staðfest)
Ásta Vigdís ver víti í leik með Keflavík í fyrra.
Ásta Vigdís ver víti í leik með Keflavík í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir er gengin í raðir FH frá Augnabliki og skrifar undir tveggja ára samning við Fimleikafélagið.

Ásta Vigdís er reyndur markvörður sem hefur spilað með Augnabliki, Breiðabliki, Keflavík, Fylki, ÍA, HK/Víkingi og Fjölni á sínum ferli.

Ásta, sem er 25 ára, lék á sínum tíma 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands og í sumar var hún varamarkvörður Breiðabliks áður en hún gekk í raðir Augnabliks.



„FH býður Ástu Vigdísi velkomna í Kaplakrika og væntum við mikils af henni á næsta keppnistímabil," segir í tilkynningu FH.



Athugasemdir
banner
banner