Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. október 2021 11:21
Elvar Geir Magnússon
Emil Hallfreðs til ítalska C-deildarliðsins Virtus Verona (Staðfest)
Emil hefur leikið 73 landsleiki fyrir Ísland.
Emil hefur leikið 73 landsleiki fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson hefur skrifað undir samning við ítalska C-deildarliðið Virtus Verona og gildir samningurinn út tímabilið. Félagið tilkynnti þetta í dag.

Í sumar virtist Emil vera að ganga í raðir Sona Calcio sem er í ítölsku D-deildinni en ekkert varð af því.

Emil er 37 ára miðjumaður og hefur verið án félags síðan hann yfirgaf lið Padova. Virtus Verona er sjötta ítalska félagið sem Emil leikur með á ferli sínum.

Virtus Verona er þriðja liðið í Verona en Chievo og Hellas Verona eru öllu þekktari. Virtus er sérstakt að því leyti að forseti félagsins, Luigi Fresco, hefur einnig verið þjálfari liðsins í 39 ár. Verona er eina borgin á Ítalíu með þrjú atvinnumannafélög.

Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska boltann, mun fjalla nánar um félagið í hlaðvarpsþættinum Ítalski boltinn á föstudaginn.

Emil hefur leikið 73 landsleiki fyrir Ísland en hann lék síðast fyrir landsliðið í Þjóðadeildinni fyrir rúmu ári síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner