Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. febrúar 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Fær Solskjær að kaupa Varane til Man Utd í sumar?
Powerade
Raphael Varane er orðaður við Manchester United.
Raphael Varane er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Coutinho gæti fyllt skarð Hazard hjá Chelsea.
Coutinho gæti fyllt skarð Hazard hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Klopp vill styrkja varnarleikinn í sumar.
Klopp vill styrkja varnarleikinn í sumar.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með nokkrar forvitnilegar slúðursögur í dag. Skoðum þær.



Chelsea mun krefjast þess að fá meira en 100 milljónir punda frá Real Madrid fyrir Eden Hazard (28) í sumar. (London Evening Standard)

Real Madrid vill hins vegar kaupa Hazard á minna en 100 milljónir punda. Isco (26) eða Marco Asensio (23) gætu farið til Chelsea sem hluti af kaupverðinu. (Mail)

Aðrar fréttir segja að Neymar (27) leikmaður PSG sé efstur á óskalista Real Madrid í sumar og því sé óvíst hvort Hazard fari til félagsins. (Sun)

Chelsea er að skoða möguleikann á að fá Philippe Coutinho (26) frá Barcelona til að fylla skarð Hazard. (Independent)

Isco gæti einnig farið óvænt frá Real Madrid til Barcelona. (Star)

Ole Gunnar Solskjær er líklegur til að vera ráðinn stjóri Manchester United til frambúðar. Solskjær er taplaus með liðið og á meðan hafa forráðamenn United efasemdir um aðra kosti í stöðuna. (Mirror)

Arsene Wenger (69) er að snúa aftur í fótboltann en hann er með fjögur tilboð á borðinu. (Times)

Tottenham hefur áhuga á að fá James Maddison (22) miðjumann Leicester ef Christian Eriksen (26) fer annað í sumar. (Mirror)

Manchester United er í viðræðum við spænska miðjumanninn Ander Herrera (29) um nýjan samning en núverandi samningur hans rennur út í sumar. (Sun)

Arsenal hefur sett Leandro Trossard (24) kantmann Genk a óskalista sinn fyrir sumaið. (Football.London)

Manchester United gæti sett Raphael Varane (25) varnarmann Real Madrid efstan á óskalista sinn í sumar. (Manchester Evening news)

Andreas Pereira (23) miðjumaður Manchester United átti í viðræðum við brasilíska félagið Santos í síðasta mánuði og var svekktur að ekkert varð af samningum. (Star)

Ryan Sessegnon (18) leikmaður Fulham á ennþá eftir að samþykkja nýjan saning við félagið. Sessegnon á minna en 18 mánuði eftir af núverandi samningi. (London Evening Standard)

Framtíð markvarðarins Asmir Begovic (31) er í óvissu hjá Bournemouth eftir rifrildi hans og stjórans Eddie Howe. (Mirror)

Federico Chiesa (21) framherji Fiorentina hefur verið orðaður við Manchester United og Manchester City sem og Inter, Juventus, Bayern Munchen og Real Madrid. (Calciomercato)

Massimo Cellino, eigandi Brescia og fyrrverandi eigandi Leeds, mun krefjast þess að fá háa fjárhæð fyrir miðjumanninn Sandro Tonali (18) ef Brescia fer upp um deild og Liverpool eða Chelsea reynir að fá hann í sumar. (Inside Futbol)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ætlar að styrkja varnarleikinn í sumar. (Sun)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, ætlar í aðra æfingaferð í sólina með liðið á næstunni. Solskjær fór með lið United til Dubai í byrjun árs. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner