Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. maí 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crawley rekur þjálfarann í kjölfarið á alvarlegum ásökunum (Staðfest)
John Yems.
John Yems.
Mynd: Getty Images
Enska félagið Crawley Town hefur látið þjálfarann John Yems taka pokann sinn.

Hann var sendur í leyfi á dögunum í kjölfarið á alvarlegum ásökunum í hans garð.

Yems er 62 ára og er meðal annars sagður hafa látið hörundsdökka leikmenn liðsins nota annan klefa en aðrir leikmenn í hópnum.

Hann er sagður hafa ítrekað vísað til leikmanna sem eru af asísku bergi brotnir með því að kalla þá 'hryðjuverkamenn, sjálfsmorðssprengjumenn og karrý-ætur'. Að auki er hann sagður hafa bannað tveimur leikmönnum sem eru af minnihlutahópi að æfa með aðalliðinu án útskýringa, svo einhver dæmi séu nefnd.

Sjö leikmenn liðsins kvörtuðu til leikmannasamtaka vegna framkomu Yems og einn leitaði aðstoðar frá sérfræðingi vegna neikvæðra andlegra áhrifa.

Crawley er búið að taka ákvörðun um að halda ekki samstarfi sínu áfram við þjálfarann, en enska fótboltasambandið er enn að rannsaka málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner