banner
   mið 07. júlí 2021 08:30
Victor Pálsson
Jose Amat í Víking Ólafsvík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Víkingur Ó. hefur bætt við sig leikmanni í baráttunni í Lengjudeildinni þar sem útlitið er ansi svart.

Víkingar eru á botni deildarinnar með eitt stig en Guðjón Þórðarson er nú tekinn við liðinu á ný.

Leikmaður að nafni Jose Amat skrifaði í gær undir samning við Víking og leikur með liðinu út tímabilið.

Um er að ræða 26 ára gamlan varnarmann sem getur leyst stöðu hægri bakvarðar sem og miðvörð.

Tilkynning Víkings:

Jose Amat til Víkings Ó.

Knattspyrnudeild Víkings Ó. hefur samið við spænska leikmanninn Jose Amat um að leika með liðinu út þetta tímabil.

Jose, sem er 26 ára gamall, er hæfileikaríkur varnarmaður sem getur spilað bæði sem hægri bakvörður og miðvörður.

Við bjóðum Jose velkominn til Ólafsvíkur!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner