Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   þri 07. nóvember 2017 11:01
Elvar Geir Magnússon
Aron: Næ kannski tveimur mínútum í leik
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson í Katar í dag.
Aron Einar Gunnarsson í Katar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, reiknar ekki með að taka mikinn þátt í leikjunum gegn Tékkum á morgun og gegn Katar í næstu viku.

Aron hefur verið að glíma við meiðsli á ökkla og hann var í öðruvísi æfingum en aðrir landsliðsmenn á æfingu í Katar í dag.

„Ég er búinn að vera frá keppni í þrjár vikur eftir Kosóvó leikinn. Ég fór aðeins í ökklanum gegn Birmingham og er búinn að vera í meðhöndlun til að koma mér í gang aftur," sagði Aron við Fótbolta.net.

„Þetta hefur tekið lengri tíma en ég bjóst við en það er betra að ná sér góðum heldur en að gera eitthvað illt verra. Ég er kominn hingað til að koma mér í form og ná kannski tveimur mínútum í leik. Ég veit ekkert hvort ég spili. Ég er aðallega að koma mér í gang fyrir Cardiff."

Heimir Hallgrímsson, landsliðsjálfari, segir að ferðin til Katar sé til að verðlauna leikmenn fyrir að hafa tryggt sætið á HM í síðasta mánuði.

„Þetta er öðruvísi ferð. Heimir hefur komið inn á það að þetta er bónusferð fyrir að koma okkur á þennan stað. Það er loksins landsliðsverkefni þar sem er ekki allt udnir og úrslitaleikir eins og undanfarin tvö ár. Strákarnir eiga skilið að vera í smá hita, æfa, spila og golfa kannski smá. Þetta er öðruvísi ferð," sagði Aron.

Cardiff er í 3. sæti í Championship deildinni í augnablikinu, fjórum stigum á eftir toppliði Wolves. Aron er bjartsýnn á að Cardiff geti blandað sér í baráttuna um sæti í úrvalsdeildinni.

„Við erum með öflugt lið sem nær í úrslit. Þjálfarinn er reynslumikill og það er kraftur í þessum hóp. Það eru góðir möguleikar en ég veit hvernig þessi deild er. Það eru mörg lið sem eiga eftir að fara á skrið á meðan formið dettur niður hjá öðrum. Við þurfum að halda stöðugleika. Við höfum verið góiðr heima og ekki tapað þar. Það skiptir máli að vera góðir heima og reyna að ná 1-0 sigrum á útivelli. Staðan er fín og ég er spenntur fyrir þessu tímabili."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner